Menu
Heit rjómaostaídýfa - Eðla

Heit rjómaostaídýfa - Eðla

Það er lítið mál að bæta fleiri hráefnum við eðluna, eins og stökku beikoni, grilluðum kjúkling, jalapeno, svörtum baunum, oreganó eða hverju sem ykkur dettur í hug - en einfalda útgáfan stendur alveg fyrir sínu.

Innihald

6 skammtar
Rjómaostur frá Gott í matinn
salsasósa að eigin vali (magn eftir smekk)
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
nachos flögur að eigin vali

Skref1

  • Setjið rjómaost í botn á eldföstu móti. Ef formið er lítið þarf ekki heila dós af rjómaostinum.

Skref2

  • Dreifið næst úr salsa sósunni yfir rjómaostinn, magn fer eftir smekk.

Skref3

  • Hellið rifnum osti yfir.

Skref4

  • Ídýfan er svo hituð í ofi í 20 mínútur við 200° og þá er hún tilbúin.
  • Berið fram með uppáhalds nachos-flögunum ykkar.

Höfundur: Gott í matinn