Menu
Sítrónukaka með doppóttu kremi

Sítrónukaka með doppóttu kremi

Hreinn ferskleiki í sítrónunum og kakan er góð með kaffinu eða sem eftirréttur. Birkifræin slá alveg nýjan tón og gera kremið pínu stökkt undir tönn!

Innihald

12 skammtar

Botn

mjúkt smjör
sykur
börkur af einni sítrónu
egg
vanilludropar
hveiti
lyftiduft
salt
ferskur sítrónusafi

Krem

mjúkt smjör
flórsykur, gæti þurft örlítið meira
ferskur sítrónusafi
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn
birkifræ

Aðferð

  • Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið saman smjör, sykur og sítrónubörk þar til létt og ljóst. Brjótið eggin út í og hrærið saman. Bætið þá við þurrefnum og sítrónusafa. Hrærið þar til deigið er mjúkt og kekkjalaust en alls ekki of lengi.
  • Setjið í 22 cm form (fallegt að hafa það ekki stærra svo kakan nái smá hæð). Bakið í 25-35 mínútur, stingið kökuprjóni í miðju hennar og athugið hvort hann komi hreinn út. Alls ekki baka kökuna of lengi, fylgist vel með henni svo hún haldi mýkt og raka.
  • Hrærið saman smjör og flórsykur í kremið. Það gæti þurft meiri flórsykur svo bætið örlitlu við í einu. Hellið sítrónusafa og vanilludropum saman við og hrærið og notið rjómann til að mýkja smjörkremið. Fræin fara saman við að síðustu. Smyrjið kremið á kalda kökuna og berið fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir