Finndu út hvaða manngerð þú ert í eldhúsinu?

Taka persónuleikaprófið

 • Þú óttast spurninguna: „Hvað eigum við að hafa í matinn“ meira en flest annað?

 • Þú eldar reglulega innan við 5 mismunandi rétti.

 • Þú notar sömu uppskriftir og móðir þín.

 • Þú kaupir oft tilbúna rétti og endurbætir þá.

 • Þú pantar það sama og sessunauturinn á veitingastað.

 • Þú horfir ekki á matreiðsluþætti.

 • Þú ákveður hvað þú ætlar að elda í búðinni.

 • Þú stefnir alltaf að því að borða á sama tíma.

 • Þú tekur tímann nákvæmlega þegar þú eldar.

 • Þú heldur eldunaráhöldum þínum vel við.

 • Þú límir uppskriftir úr blöðum og tímaritum í úrklippubækur

 • Þú gerir matseðil fyrir vikuna og heldur þig við hann.

 • Þú mælir magn og hlutföll nákvæmlega.

 • Þú notar oft kjöthitamæli við steikingar.

 • Þú hefur ekki tíma til að taka til jafnóðum á meðan þú eldar.

 • Þú horfir á fréttir og masar í símann á meðan þú eldar.

 • Þú notar aðallega tvær stillingar á eldavélinni, lægsta hita og hæsta hita.

 • Það eru matarleifar á og í matreiðslubókum þínum.

 • Þér finnst þú alltaf vera á eftir áætlun þegar þú ert að elda.

 • Þú slumpar við eldamennskuna.

 • Þú veist oft ekki hvar eldunaráhöld eru í eldhúsinu.

 • Þú lítur á þig sem listamann í eldhúsinu.

 • Þú tjáir ást þína með mat.

 • Þú eldar í takt við árstíðirnar.

 • Þú fylgist með nýjustu tískustraumum í matargerð.

 • Þú flamberar þegar þú getur.

 • Þú ert mikið fyrir að elda mat frá grunni.

 • Þú endurbætir uppskriftir og gerir að þínum eigin.

Sjá niðurstöður