Tinna Alavis
Tælensk kjúklingasúpa
08. nóvember 2017

Tælensk kjúklingasúpa

Þessi uppskrift er sérstaklega fljótleg og þægileg. Hún hentar vel þegar fólk hefur lítinn tíma en langar samt í eitthvað bragðmikið og ljúffengt.

Hér er allt sem þarf:
 
1 pakki kjúklingalundir.
2 krukkur kókosmjólk (ég nota þessar sem eru helmingur kókosvatn og helmingur kókosmjólk).
½ pakki rjómaostur frá Gott í matinn
1 msk rautt curry paste.
7 frosin lime lauf
1 chilli fræhreinsað og saxað smátt
1 msk Tiparos sósa (hún gerir mjög mikið fyrir súpuna).
 
Meðlæti:
 
Hrísgrjón
Ristað brauð

Austurlensku vörurnar á myndinni er hægt versla í MaiThai.
 
 
 
Aðferð:
 

1.     Látið kókosmjólkina hitna á pönnu.

2.     Hrærið rauðu curry paste saman við.

3.     Setjið rjómaostinn út í.

4.     Bætið Tiparos sósunni saman við.

5.     Setjið lime laufin út í.

6.     Næst er smátt skornu chilli bætt við.

7.     Að lokum er kjúklingurinn kryddaður með sjávarsalti og Chili Explosion kryddi áður en honum er  bætt út á pönnuna.

8.     Látið malla í 20 mínútur á miðlungs hita.

 

Mér finnst mjög gott að hafa ristað brauð og hrísgrjón með þó svo þetta sé súpa. Það er ótrúlega gott að veiða kjúklinginn upp úr og setja á disk með hrísgrjónum og ristuðu brauði og hella svo súpunni yfir! Kjúklingurinn verður dúnamjúkur þegar hann er eldaður svona. Mæli með :)

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!