Tinna Alavis
Páskakaka
23. apríl 2019

Páskakaka

Um páskana gerði ég gula páskaköku í sem bragðaðist ljómandi vel með kaffinu og ég má því til með að deila uppskriftinni með ykkur þó páskanir séu búnir.

Botnar:

4 egg

1 bolli sykur

1/2 bolli hveiti

2 msk. kakó

1 msk. kartöflumjöl

1 tsk. lyftiduft.

 

Aðferð:

1. Ofn hitaður í 180°C á blæstri.

2. Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós.

3. Þurrefnum blandað saman við með sleikju.

4. Skiptið deiginu jafnt í tvö form og bakið við 180°C í 20 mínútur á blæstri.

Smjörkrem:

Á milli og ofan á kökuna..

500 g íslenskt smjör (við stofuhita)

1 pakki flórsykur

6-8 tsk. vanilludropar

4-6 msk. rjómi frá Gott í matinn (smekksatriði hvað fólk vill hafa kremið þykkt).

Gulur, rauður og blár matarlitur.

Aðferð:

1. Hrærið smjörið í hrærivél eða handþeytara þar til silkimjúkt.

2. Bætið flórsykrinum saman við.

3. Setjið vanilludropana ásamt rjómanum út í blönduna.

4. Matarlitirnir koma síðast.

Mér finnst best að hræra smjörkremið saman vel og lengi!

A.T.H. Til þess að fá ljósbleikan lit setti ég smá af rauðum lit út í hvítt smjörkremið, til þess að fá fjólutóna set ég pínulítið af bláum saman við. Til þess að setja gulan á milli og ofan á kökuna er best að gera alveg nýtt smjörkrem. Auðvitað er einnig hægt að smyrja kreminu á kökuna og setja t.d. bara dúllur hringinn. Þannig fer helmingi minna smjörkrem á kökuna og svo tekur það töluvert styttri tíma. Það kemur einnig vel út að hafa kökuna einlita og skreyta með páskaeggjum. Ég notaði M&M mini páskaegg sem eru virkilega bragðgóð. Á páskunum í fyrra gerði ég páskamarengs og notaði þá mini páskaegg frá Cadbury. Þau eru einnig ótrúlega góð.

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!