Tinna Alavis
Kjúklingapasta með stökkum beikonbitum í rjómaostasósu
18. september 2017

Kjúklingapasta með stökkum beikonbitum í rjómaostasósu

ÞESSI RÉTTUR ER Í MIKLU UPPÁHALDI HJÁ MÉR ENDA ER HANN VIRKILEGA BRAGÐGÓÐUR. HANN ER EKKI SÍÐRI UPPHITAÐUR DAGINN EFTIR SEM ER ALLTAF JAFN ÞÆGILEGT!

 

HÉR ER ALLT SEM ÞARF:

KJÚKLINGABRINGUR, BEIKON, PENNE PASTA, 1 PAKKI SVEPPIR, RAUÐ PAPRIKA, 2 LAUKAR, GRASLAUKUR, 1 PELI RJÓMI, RÚMLEGA HÁLFUR PARMESANOSTUR, MOZZARELLAOSTUR, PIPAROSTUR.

AÐFERÐ:

1.   BYRJIÐ Á ÞVÍ AÐ STEIKJA SVEPPI, LAUK OG PAPRIKU Á LÍTILLI PÖNNU (SETJIÐ TIL HLIÐAR).
2. STEIKIÐ BEIKONIÐ ÞANGAÐ TIL ÞAÐ ER ORÐIÐ STÖKKT (SETJIÐ TIL HLIÐAR). 
3. STEIKIÐ ÞVÍ NÆST KJÚKLINGABRINGURNAR (KRYDDIÐ MEÐ SALTI + PIPAR) OG SJÓÐIÐ PENNE PASTA Á SAMA TÍMA. 
4. TAKIÐ FRAM POTT OG HELLIÐ RJÓMANUM ÚT Í. 
5. BRÆÐIÐ PIPAROSTINN OG PARMESANOSTINN Á VÆGUM HITA. 
6. ÞEGAR PASTAÐ ER SOÐIÐ HELLIÐ VATNINU AF OG BÆTIÐ ÞVÍ SAMAN VIÐ RJÓMAOSTABLÖNDUNA ÁSAMT KJÚKLINGNUM (SEM BÚIÐ ER AÐ SKERA Í PASSLEGA STÓRA BITA). 
7. STEIKTA GRÆNMETIÐ FER SVO SAMAN VIÐ Í LOKIN. 
8.SMAKKIÐ TIL MEÐ SVÖRTUM PIPAR. 
9. BERIÐ RÉTTINN FRAM MEÐ SMÁTT SKORNUM GRASLAUK OG MOZZARELLA OSTI.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!