Menu
Kjúklingapasta með stökkum beikonbitum í rjómaostasósu

Kjúklingapasta með stökkum beikonbitum í rjómaostasósu

Við elskum einfalda pastarétti og þessi er svo sannarlega engin undantekining! Pasta, beikon og rjómaostasósa er blanda sem getur ekki klikkað.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur, um ein bringa á mann
beikon, magn eftir smekk
penne pasta
sveppir
rauð paprika
laukur
graslaukur
rjómi
Parmesan ostur, eða meira
Mozzarella ostur, rifinn
Piparostur

Skref1

  • Byrjið á að steikja sveppi, lauk og papriku á lítilli pönnu og setjið til hliðar.
  • Steikið beikonið þangað til það er orðið stökkt og setjið til hliðar.
  • Steikið því næst kjúklingabringurnar, kryddið með salti og pipar og sjóðið penne pasta á sama tíma. Skerið kjúklinginn í passlega stóra bita þegar hann er tilbúinn.

Skref2

  • Hellið rjóma í pott og bræðið piparostinn og parmesanostinn við vægan hita.
  • Þegar pastað er soðið hellið vatninu af og bætið pastanu saman við rjómaostablönduna ásamt kjúklingnum.
  • Bætið steikta grænmetinu og stökku beikoninu út í og smakkið til með svörtum pipar.
  • Berið réttinn fram með smátt skornum graslauk og mozzarella osti.

Höfundur: Tinna Alavis