Tinna Alavis
Jarðarberjaterta frá ömmu
01. desember 2015

Jarðarberjaterta frá ömmu

Þessi terta hefur verið á boðstólnum hjá ömmu minni í mörg, mörg ár.
Hún er alltaf jafn góð og tilvalin í kaffiboðin um jólin.

Jarðarberjaterta

Hér er allt sem þú þarft:

4 eggjahvítur
1 bolli sykur
2 bollar kókosmjöl
100 g brytjað suðusúkkulaði
1/4 tsk. lyftiduft

Á milli:

1 peli rjómi
1 dós jarðarber

Aðferð:

Byrjið á því að hita ofninn í 150°C. 
Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið svo sykrinum rólega saman við. 
Kókosmjöl, lyftiduft og smátt brytjað suðusúkkulaði er því næst hrært saman við með sleif.

Þá er komið að því að smyrja 2 form (einnig hægt að nota bökunarpappír) og skipta blöndunni jafnt á milli.
Bakið í 30 mínútur og látið kólna.

Næst er 1 peli af rjóma þeyttur og einni dós af jarðarberjum (vökvinn sigtaður frá) hrært saman við með sleif.
Rjómablandan er sett á milli tertunnar og svo er hún skreytt með rjóma og jarðarberjum.

Ég vona að ykkur finnist kakan jafn ljúffeng og mér :)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!