Tinna Alavis
Humarsúpa
15. janúar 2018

Humarsúpa

1 kg humar

Íslenskt smjör

3 laukar

Hvítlaukur

Blaðlaukur

Gulrætur

½ steinseljubúnt (smátt saxað)

½ kóríanderbúnt (smátt saxað)

Tómatpúrra

1-2 dl hvítvín

Rjómi frá Gott í matinn

Fiskikraftur

Salt & cayennepipar

Karrí

 

 

Skolið humarinn vel, takið hann úr skelinni og setjið til hliðar.

Steikið skeljarnar upp úr íslensku smjöri og hvítlauk í u.þ.b. 10 mínútur.

Bætið þá lauknum, blaðlauknum og gulrótunum út í pottinn.

Næst er karrí, steinselja og kóríander sett saman við ásamt salti og cayenne pipar.

Steikið áfram í 10 mínútur.

Hrærið tómatpúrrunni saman við.

Hellið hvítvíninu út í pottinn.

Leysið 2 teninga af fiskikrafti upp í litlum potti með 1 lítra af vatni og hellið út í stærri pottinn.

Látið sjóða í 5. mínútur og hellið þá 1 lítra af rjóma út í súpuna.

Látið súpuna malla á vægum hita í 1 klst.

Sigtið skeljarnar og grænmetið frá í lokin og setjið humarinn út í súpuna í stutta stund.

Setjið 1 msk. af þeyttum rjóma ofan á miðja súpuna áður en hún er borin fram.

Saltið til eftir smekk.

 

Ég vona að súpan smakkist vel!:)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!