Tinna Alavis
Gulrótarkaka
04. ágúst 2016

Gulrótarkaka

Gulrótarkaka

Í gær bjó ég til þessa ljúffengu Gulrótarköku, en hún klikkar aldrei!
Mér finnst rosa gott að gera mér dagamun um helgar & Gulrótarkakan er fín tilbreyting frá gömlu, góðu Skúffukökunni.
Kakan er sérlega bragðgóð & það er ekkert verra að hafa rjóma með 
😉

Hér að neðan má finna uppskriftina sem ég nota.

Hér er allt sem þarf:

350 gr. hveiti
400 gr. rifnar gulrætur
200 gr. sykur
100 gr. púðursykur
4 egg
2 dl. matarolía
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
2 tsk. kanill
1 tsk. múskat
1 bolli heslihnetumulningur
1 tsk. salt
1 msk. vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C & smyrjið 2 kringlótt form. 
Setjið egg, sykur & púðursykur í hrærivélina, ásamt matarolíunni & vanilludropunum.
Bætið næst þurrefnunum út í & hrærið vel saman.
Í lokin eru gulræturnar & hneturnar settar út í blönduna.
Skiptið deiginu í formin & bakið í 45 mín.

Krem:

100 gr. íslenskt smjör – við stofuhita
250 gr. rjómaostur
5 dl. flórsykur
3 tsk. Vanilludropar

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!