Tinna Alavis
Gulrótarkaka með rjómaostakremi og sítrónukeim
18. júní 2018

Gulrótarkaka með rjómaostakremi og sítrónukeim

Ég hef alltaf verið hrifin af gulrótarkökum og þessi uppskrift finnst mér vera sérstaklega góð. Kakan er með rjómaostakremi og sítrónukeim.

Hér er allt sem þarf:

300 g hveiti

2 tsk. matarsódi

3 tsk. kanill

1/2 tsk. salt

3 egg

350 g sykur

150 ml nýmjólk

2 tsk. vanilludropar

2 bollar rifnar gulrætur

1 dós ananaskurl (lítil dós)

150 g kókosmjöl

100 g brytjað suðusúkkulaði

 

Aðferð:

Þeytið egg og sykur vel saman.

Bætið mjólk og vanilludropum saman við.

Hveiti, matarsódi, kanill og salt kemur næst út í skálina.

Kókosmjöl, gulrætur og ananas kemur síðast ásamt súkkulaðinu.

Smyrjið form og bakið við 180°C í 45 mínútur. Látið botninn kólna. Skerið hann í tvennt (einnig hægt að nota tvö minni mót) og smyrjið kremi á milli (best að láta botninn kólna alveg, annars lekur kremið af stað). Setjið því næst krem yfir alla kökuna.

 

Krem:

500 g rjómaostur frá Gott í matinn

500 g flórsykur

2 msk. mjúkt íslenskt smjör

1 msk. rjómi frá Gott í matinn

1 tsk. sítrónusafi

2-3 tsk. vanilludropar

Allt hrært vel saman og smurt á kökuna þegar hún hefur kólnað. Ef kremið er of lint er hægt að bæta við smá flórsykri.

Kökuna skreytti ég með: heslihnetum, valhnetum og kókosflögum.

 

Ég vona að kakan smakkist vel:)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!