Tinna Alavis
Eftirréttur með lakkrísskyri
12. júní 2017

Eftirréttur með lakkrísskyri

Í dag langaði mig að deila uppskriftinni að þessum eftirrétti sem er alveg ólýsanlega góður! Þetta er einn af þeim betri sem ég hef gert hingað til en ég fékk uppskriftina hjá góðum fjölskyldumeðlim. Ég get svo sannarlega mælt 100% með þessum!

Eftirréttur með lakkrísskyri, makkarónukökum og bræddu lakkríssúkkulaði

Allt sem þarf:

1 poki makkarónukökur eða 250 g
150 g íslenskt smjör
2 dollur KEA skyr með lakkrísbragði
250 g flórsykur
1 peli rjómi
2 stk. rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti frá Nóa Síríus

Aðferð:

Byrjið á því að mylja makkarónukökurnar og setja í eldfast mót. Bræðið smjörið og hellið yfir. Leyfið þessu að kólna inni í frysti/ísskáp í stutta stund.

Hrærið næst skyrinu saman við flórsykurinn.

Léttþeytið rjóma og setjið saman við skyrblönduna.

 

Ég mæli með því að smakka á þessu stigi! Þetta er himneskt!

Þegar þið eruð búin að smakka þá er blöndunni hellt yfir makkarónukökurnar. Kælið þetta vel inni í ísskáp/frysti.

Bræðið því næst rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti og hellið yfir allt saman.

Ég skreytti svo smávegis með Djúpum og Bingó kúlum þegar súkkulaðið var orðið hart.

Ég vona að þetta smakkist vel :)

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!