Tinna Alavis
Heitur pastaréttur með kjúkling og brokkolí.
16. nóvember 2015

Heitur pastaréttur með kjúkling og brokkolí.

Allt sem inniheldur ost, pasta og rjóma klikkar seint! Ég tala nú ekki um þegar osturinn er crispy eins og í þessari djúsí uppskrift :) Ég er viss um að rétturinn myndi sóma sér vel við hvaða tilefni sem er.

 

 

Hér er allt sem þú þarft (fyrir utan heilan, grillaðan kjúkling).

 

100 gr. ferskt Tortellini pasta með fyllingu að eigin vali (ég notaði pasta með skinku- og ostafyllingu).

50 gr. þurrt pasta.

 1 poki Gratínostur.

100 gr. parmesanostur.

1 peli af rjóma.

1 lítill brokkolíhaus.

2 egg.

2 msk. rasp.

4 msk. olífuolía.

1 msk. fersk steinselja.

 

 

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Sjóðið þurra pastað í saltvatni í 5. mínútur og bætið þá brokkolíinu út í pottinn í aðrar 5. mínútur. Eftir það kemur ferska Tortellini pastað í 2 mínútur til viðbótar. Samtals 12. mínútur. Næst er að láta allt vatn leka vel af pastanu og brokkolíinu og færa yfir í eldfast mót. Setjið kjúklinginn og steinseljuna yfir pastað.

 

 

Þá er komið að því að píska saman egg, rjóma og gratínost. Blandan er krydduð vel með salti og pipar áður en henni er hellt yfir pastað og kjúklinginn.

 

 

Í lokinn blanda ég saman olífuolíu, parmesan og raspi og helli yfir allt.

 

 

Bakið við 180°C í 40. mínútur.

 

Þegar ég er í miklu stuði útbý ég einfalda gráðaostasósu með réttinum. Þá set ég rjóma í pott og bræði 1 stk. gráðaost í rjómanum og bæti við slatta af rifnum parmesan, ásamt salti + pipar.

 

Ég vona að þetta smakkist vel!

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!