Theodóra J. Sigurðard. Blöndal
Sumarlegur fiskur í pakka
02. júní 2017

Sumarlegur fiskur í pakka

Þessi réttur er nokkuð fljótlegur að henda saman. Hráefnin eru pökkuð inn í álpappír, einn pakki á mann og svo er pakkinn einfaldlega settur á grillið eða í ofninn.  Ég notaði bleikju þetta kvöldið en hef líka notað lax og löngu.

Sumarlegur fiskur í pakka á grillið eða í ofninn

Ef þið notið ofninn í þennan rétt er gott að stilla ofnhitann á 180 °C.

 

500 g kartöflur

500-700 g fiskflak (bleikja, lax, langa, lúða…)

1 stór rauður laukur, skorin í hringi

1-2 hvítlauksrif, pressuð

2-3 tómatar í sneiðum

1 pakki strengjabaunir

Fersk steinselja

1 sítróna

50-100 g smjör

skvetta af hvítvíni eða eplasafa

Salt og svartur pipar

Álpappír

 

Það er einnig hægt að nota t.d. aspas, gulrætur, spergilkál, sveppi eða hvað annað sem ykkur finnst gómsætt.

 

 

Takið til 4 arkir af álpappír og leggið þær á borð.

Setjið eina smjörklípu á hverja örk.

Sjóðið kartöflurnar. Mér finnst gott að hafa hýðið með en þetta er smekksatriði. Skerið

í sneiðar.

Skerið fiskinn í mátulega stóra bita.

Skerið laukinn, tómatana í sneiðar og maukið hvítlauksrifið.

Steikið strengjabaunirnar upp úr smjöri og bragðbætið með salti. Setjið til hliðar.

Skerið sítrónuna í sneiðar.

 

Byrjið á að dreifa kartöflum yfir miðjuna á álpappírnum, þ.e. ofan á smjörið.

Leggið síðan lauk, tómata, hvítlauk og strengjabaunir ofan á.

Fiskbitinn fer síðan ofan á þetta og síðast er steinseljan og sítrónusneiðin sett á.

Brettið upp á álpappírinn og saltið og piprið eftir smekk.

Hellið hvítvíni yfir og lokið pakkanum.

 

Gott er að setja pakkana í ofnfast mót og síðan í ofninn. Ef pakkarnir fara á grillið þarf þess ekki.

Bakið/ grillið pakkana í 10-15 mínútur.

Berið fram með góðu salati.

 

  

 

Njótið vel og verði ykkur að góðu!

Matarást, 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!