Menu
Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Múkir og klassískir kanilsnúðar sem smakkast alltaf jafn vel, sérstaklega með glasi af ískaldri mjólk.

Þessi uppskrift dugar í um 40 stk.

Innihald

1 skammtar

Snúðar:

brætt smjör
mjólk
sykur
kardemommuduft (eða eftir smekk)
vanillusykur eða vanilludropar
þurrger
salt
hveiti (12-14 dl)

Fylling:

smjör við stofuhita
Kanilsykur

Pensling:

egg (slegið saman með gaffli) eða mjólk
Perlusykur

Skref1

  • Byrjið á að bræða smjörið.
  • Bætið mjólkinni saman við og látið ná 37°C hita eða mátulega volg.
  • Blandið saman rúmlega helming af hveitinu, sykri, salti, kardemommukryddi, þurrgeri og vanillusykri í skál. Notið matvinnsluvél, hrærivél eða sleif, en deigið má líka hræra í höndunum.
  • Hellið mjólkur- og smjörblöndunni saman við og hrærið. Bætið hveiti saman við eftir þörfum og hrærið áfram. Hnoðið í deig sem er létt, mjúkt og festist ekki við hliðar skálarinnar.
  • Látið deigið hefast þar til það er tvöfalt að stærð á hlýjum og notalegum stað.

Skref2

  • Kveikið á ofninum og stillið hitann á 220°C.
  • Hnoðið deigið aðeins eftir hefingu. Skerið það í nokkra bita eða um fjóra til fimm.
  • Notið kökukefli og fletjið hvern bita út í stóran ferhyrning.
  • Smyrjið ferhyrninginn með smjöri og stráið kanilsykri yfir hann.
  • Rúllið deiginu saman og skerið rúlluna í sneiðar sem eru u.þ.b. 2-3 cm þykkar.

Skref3

  • Setjið snúðana á ofnplötu með bökunarpappír eða notið pappírsform.
  • Látið snúðana hefast þar til þeir eru tvöfaldir að stærð á hlýjum og notalegum stað.
  • Penslið snúðana með eggi sem búið er að slá saman og stráið perlusykri yfir þá.
  • Bakið snúðana í 8-12 mínútur eða þar til þeir hafa stækkað verulega og eru orðnir girnilegir og gullinbrúnir á litinn.
  • Ilmandi, dásamlegir, bragðgóðir og mjúkir... með glasi af ískaldri mjólk.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal