Menu
Kanilsnúðakaka eða bara smjörkaka

Kanilsnúðakaka eða bara smjörkaka

Þessi uppskrift dugar í eina kanilsnúðaköku og mögulega 16-20 litla snúða, eða 40 venjulega snúða. Skemmtilegt og meðfærilegt deig sem gaman er að vinna með.

Innihald

1 skammtar

Kanilsnúðar, grunnuppskrift

smjör, brætt
mjólk
sykur
kardemommuduft (eða eftir smekk)
þurrger
salt
hveiti (10-14 dl)

Fylling I

vanillukrem - úr búðingsdufti og mjólk (nota minna magn af mjólk en fyrir búðingsgerð)

Fylling II í snúða

kanilsykur
smjör við stofuhita

Pensl

egg eða mjólk
perlusykur

Skref1

  • Byrjið á því að bræða smjörið. Takið það af hitanum og hellið mjólkinni saman við. Setjið pottinn aðeins aftur á hitann og látið hitna smá til viðbótar. Hitastigið á að vera þannig að þú getir stungið litla fingur ofan í og ekki brennt þig. Vökvinn á að vera volgur eða um 37 °C.
  • Blandið þurrrefnunum saman í skál en notið aðeins um helminginn af hveitinu til að byrja með.
  • Hellið vökvanum saman við hveitiblönduna og hrærið. Bætið meira af hveiti í eftir þörfum og hnoðið í gott deig. Deigið má alveg vera aðeins klístrað - það á að vera létt í sér og veltast vel um í skálinni. Látið það hefast við hita t.d. nálægt ofninum og eldavélinni þar til það hefur tvöfaldast. Það gæti tekið 45-60 mínútur. Til að flýta fyrir er hægt að setja skálina í heitt vatn. Þá mun deigið hefast fyrr.
  • Núna er upplagt að taka fram smelluform og setja í það bökunarpappír. Setjið jafnframt bökunarpappír á ofnplötu. Ef þið eigið múffuform er hægt að nota þau undir snúðana en það er alls ekki nauðsynlegt að nota þau.

Skref2

  • Útbúið vanillukremið úr búðningsdufti og smá mjólk, svo má auðvitað kaupa tilbúið líka eða nota einhverja aðra uppskrift ef þú átt hana til. Þessu kremi er sleppt ef ætlunin er bara að baka kanilsnúða, ekki köku.
  • Blandið saman kanil og sykur og hafið smjörið tilbúið.
  • Þegar deigið er tilbúið er því hvolft úr skálinni á hveitistráða borðplötuna og hnoðað örlítið þar. Skerið það í 4-5 jafna hluta. Byrjið á því að gera botninn fyrir smjörkökuna.
  • Fletjið deigið út í ferhyrning með kökukeflinu. Það á kannski að vera 0,5-1 cm á þykkt - alls ekki þykkara. Setjið deigið í botninn á forminu og látið það ná örlítið upp á kantana á því.
  • Setjið vanillukremið á deigið sem er í botninum á forminu og dreifið úr því.

Skref3

  • Takið næsta deighluta og fletjið hann út í langan ferhyrning - kannski u.þ.b. 20 cm x 30 cm eða stærri. Munið að hafa deigið ekki of þykkt.
  • Smyrjið deigið með smjöri og stráið kanilsykri yfir.
  • Rúllið deiginu varlega saman. Skerið í snúða sem eru u.þ.b. 2 cm á þykkt og raðið þeim jafnóðum í formið. Byrjið á einum í miðjunni og svo koll af kolli. Hafið dágott pláss á milli hvers snúðs því þeir eiga eftir að hefast og stækka um helming.

Skref4

  • Búið til snúða úr afganginum af deiginu, setjið þá í pappírsform eða leggið beint á bökunarpappírinn. Látið hefast á hlýjum stað þar til þeir hafa tvöfaldast.
  • Þegar snúðakakan og snúðarnir hafa tvöfaldast þarf að pensla með eggi áður en þeir bakast. Sláið einu eggi létt saman með gaffli og penslið létt yfir alla snúðana. Þetta er gert til þess að fá meiri glans á bakstrinum en einnig til að perlusykurinn festist á.
  • Stráið perlusykri yfir og bakið neðarlega í ofninum.
  • Ofnhiti: 180°C fyrir snúðakökuna - 200 °C fyrir snúða
  • Tími: Snúðakaka: 16-20 mínútur - snúðar: 8-12 mínútur

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal