Theodóra J. Sigurðard. Blöndal
Engiferleginn lax með volgu mangósalati
17. október 2016

Engiferleginn lax með volgu mangósalati

Þessi dásamlegi og fljótlegi réttur er nóg fyrir 3-4 manns eða fyrir 2 og þá er líka nóg í nesti næsta dag sem mér finnst frábært. Rétturinn er bæði fallegur að sjá og mjög bragðgóður.

Hráefni 

700 g lax

Sesamfræ

 

Kryddlögur (marinering) fyrir lax

1/2 dl sojasósa

30 ml limesafi (1-2 lime)

2 tsk rifið engifer

1 tsk sambal olek

 

Salat

1 mangó skorið í bita

1/2 rauð/gul eða græn paprika, skorin smátt

1 rauðlaukur, skorinn smátt

Steinselja, smátt skorin (val)

 

Meðlæti

T.d. hrísgrjón og sýrður rjómi.

Ég notaði Jasmine-hrísgrjón og bætti við túrmerik-kryddi í vatnið til þess að fá gula fallega litinn á hrísgrjónin.

 

 

Aðferð

Stillið hitann á ofninum á 225°C.

Hrærið saman kryddlöginn. Setjið öll hráefni í skál, skerið laxinn í bita og setjið í skálina. Látið liggja í rúmlega 30 mínútur.

Skerið mangó, papriku, lauk og steinselju smátt og setjið til hliðar.

Setjið fiskinn í ofnfast mót ásamt sósunni og stráið sesamfræ yfir. Bakið fiskinn í um 15 mínútur.

Hitið olíu á pönnu og steikið ávexti og grænmeti í nokkrar mínútur.

Berið fram með hrisgrjónum, sýrðum rjóma og grænu salati.

 

 

Verði ykkur að góðu.

Matarást,

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!