Theodóra J. Sigurðard. Blöndal
Bláberjakaka - einföld, fljótleg og gómsæt
20. júlí 2015

Bláberjakaka - einföld, fljótleg og gómsæt

Bláberin voru á svo góðu verði í búðinni um daginn að ég stóðst þau ekki. Þau voru líka mjög bragðgóð - pínu súr þannig að það var augljóst að ég varð að baka úr þeim.

Bláberjakaka - sem varð að vera fljótleg, einföld en líka smá seig og klessuleg í hornunum.

Það er ekki verra að nota t.d. jarðarber eða hindber í þessari. Ég sé líka alveg fyrir mér að það sé hægt að smeygja eins og nokkrum bitum af t.d. hvítu súkkulaði inn á milli berjanna. 

Bláberjakaka

 

1 egg

1 1/2 dl sykur

1 1/2 dl hveiti

50 g brætt smjör

3-4 dl bláber - frosin eða fersk

2 msk sykur

 

Ofnhiti: 180 °C - 200 °

Tími: 35-40 mínútur

 

Setjið bökunarpappír í langt og mjótt brauðform.

Þeytið egg og sykur.

Bræðið smjörið og hellið saman við egg- og sykurblönduna.

Hrærið síðast hveitið saman við og blandið varlega saman.

Helldið deiginu í formið.

Stráið berjunum  og sykrinum yfir deigið. Látið þau þekja allt deigið - þau munu sökkva ofan í kökuna þannig að það er bara betra að hafa meira en minna.

Bakið neðarlega í ofninum í 35-40 mínútur. Fylgist með - hún á að verða ljósgyllt á litinn.

 

Látið kökuna kólna örlítið áður en hún er borin fram. Ég mæli að sjálfsögðu með vanillusósu (já ég elska vanillunna óskaplega mikið) en ís gengur mjög vel og auðvitað þeyttur rjómi!

Njótið vel!

Matarást,

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!