Thelma Þorbergsdóttir
Marengskökur fyrir páska
17. mars 2016

Marengskökur fyrir páska

Hér ætla ég að deila með ykkur nokkrum himneskum marengstertum sem henta vel yfir hátíðirnar. Alltaf gaman að bjóða upp á fallega marengsköku í eftirrétt eða í brunchinum yfir páskana. Svo eru þær tilvaldar í fermingaveisluna. Snilldin við marengs er að það er hægt að gera hann nokkrum dögum áður en sett er á hann og getur því sparað manni ótrúlegan tíma. Njótið!

Súkkulaðimarengs með jarðarberjum

Marengs

6 eggjahvítur
300 g sykur
3 msk kakó
150 g dökkt súkkulaði

Súkkulaði

4 eggjarauður
100 g flórsykur
150 g dökkt súkkulaði

Rjómablanda

500 ml rjómi
2 msk flórsykur

Toppur

jarðarber og rifið súkkulaði til skrauts

 

Aðferð

Hitið ofninn í 150 gráður (með blæstri) og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur. Myndið tvo jafnastóra hringi á smjörpappírinn.

Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið svo sykrinum rólega saman við, smátt og smátt í einu. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið. Blandið kakó saman við og hrærið vel. Blandið bræddu súkkulaði saman við og hrærið léttilega með sleif. Setjið marengsinn á bökunarplöturnar og myndið tvö jafnstóra hringi. Bakið marengsinn í um 1 klst og 15 mínútur eða þar til marengsinn er alveg þurr viðkomu. Marengsinn er mjög brothættur. Kælið botnana alveg áður en þið setjið á þá.

Súkkulaði- og rjómablanda

Þeytið eggjarauður ásamt flórskyri þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið. Blandið því saman við og hrærið varlega með sleif. Setjið súkkulaðið á báða botnana. Þeytið rjómann þar til hann er orðinn stífur og stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið. Blandið flórsyri saman við og hrærið saman með sleif. Setjið rjómann á annan botninn, setjið hinn ofan á og setjið restina af rjómanum ofan á toppinn. Skerið niður jarðarber, eða þau ber sem þið viljið heldur og setjið ofan á rjómann. Skreytið með súkkulaðispónum.  

 

Minions páskamarengs með Æðibitum

Marengs

4 eggjahvítur
200 g sykur

Súkkulaði

3 eggjahvítur
80 g flórsykur
100 g dökkt súkkulaði

Rjómablanda

350 ml rjómi (eða meira ef þið viljið hafa vel af rjóma)
1 kassi af Æðibitum

Toppur

Súkkulaðisíróp eða brætt súkkulaði

Áhöld

Sprautustútur Wilton 1M og sprautupoki
Matarlitur: gulur gelmatarlitur (alls ekki þessi vökvakenndi) eða hvaða litur sem er

Aðferð

Stillið ofninn á 150 gráður (með blæstri) og setjið smjörpappír á bökunarplötu. Gott er að vera búinn að merkja svona u.þ.b. hversu stóran marengs þið ætlið að gera svo báðir botnarnir séu jafnstórir.

Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið sykri saman við smátt og smátt í einu. Þeytið þar til marengsinn er orðinn stífur og glansandi. Setjið 2-3 dropa af gulum matarit saman við og þeytið þar til marengsinn hefur náð fallega gulum lit. Setjið marengsinn í sprautupoka og sprautið honum á bökunarplötuna. Þeir sem treysta sér ekki til þess að nota sprautustút þá er hægt að mynda botnana með sleif. Báðir botnarnir eiga að passa á eina bökunarplötu. Bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er alveg þurr viðkomu. Kælið botnana alveg áður en þið setjið á þá

Súkkulaði

Þeytið eggjarauðurnar ásamt flórsykrinum þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið. Blandið því saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið súkkulaðið á annan botninn.

Rjómablanda

Þeytið rjómann þar til hann stendur, passið ykkur þó að þeyta hann alls ekki of mikið. Skerið Æðibitana í litla bita og blandið saman við rjómann. Setjið rjómablönduna ofan á súkkulaðið og setjið hinn botninn ofan á. Skreytið með súkkulaðisírópi eða bræddu súkkulaði. Gott er að setja á botnana deginum áður svo marengsinn nái að mýkjast upp. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

 

Uppskriftina af þessar köku er hægt að nálgast á blogginu mínu með því að smella hér.

 

Svo er um að gera að nota hugmyndaflugið til þess að setja marengsinn í páskafötin. Munið bara að þegar þið litið marengs þá verður að nota gelmatarliti, eggin þurfa að vera köld svo auðvelt sé að aðskilja þau og skálin þarf að vera algjörlega hrein og þurr.

Gleðilega páska!

Kveðja, Thelma

www.freistingarthelmu.blogspot.com

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!