Thelma Þorbergsdóttir
Marengs ostakökur með saltkaramellu
10. maí 2019

Marengs ostakökur með saltkaramellu

Uppskrift gerir um 12 kökur.

Söltuð Karamella

Innihald

200 g sykur

100 g smjör

120 ml rjómi frá Gott í matinn

1 tsk. salt

Aðferð

 1. Best er að byrja á karamellunni og leyfa henni að kólna á meðan kökurnar eru bakaðar.
 2. Setjið sykur í pott yfir meðalháan hita og hrærið stanslaust þar til sykurinn hefur bráðnað og er orðinn gullinbrúnn að lit.
 3. Setjið smjör saman við og hrærið vel saman.
 4. Blandið rjómanum varlega saman við og hrærið. Látið karamelluna sjóða í rúma mínútu.
 5. Slökkvið undir pottinum og setjið salt saman við og hrærið vel.

 

Marengs

Innihald

3 eggjahvítur

180 g sykur

½ tsk. vínsteinslyftiduft

½ tsk. maísenamjöl

½ tsk. salt

Aðferð

 1. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og myndið 9 jafnstóra hringi, eða fleiri. Það fer eftir því hversu stórar kökur þú vilt hafa. Stillið ofninn í 120 gráður.
 2. Þeytið eggjahvítur ásamt vínsteinslyftidufti og salti. Blandið saman maísenamjöli og sykri í skál. Blandið sykrinum smátt og smátt saman við eggjahvíturnar og þeytið þar til marengsinn er orðinn stífur og stendur.
 3. Setjið um 2 msk. af marengs inn í hvern hring sem þú hefur myndað og lagið marengsinn til með skeið.
 4. Setjið um 1 tsk. af karamellu ofan á hverja marengsköku og hrærið karamellunni saman við með tannstöngli. Gott er að mynda smá holu í miðjunni á kökunni fyrir ostakökuna.
 5. Bakið í 40 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu.

 

Ostakaka

Innihald

180 ml rjómi frá Gott í matinn

4 msk. flórsykur

170 g rjómaostur frá Gott í matinn

1 msk. sýrður rjómi frá Gott í matinn

2 tsk. vanilludropar

Toppur

Hunangsristaðar hentur.

Aðferð

 1. Þeytið rjóma og flórsykur saman þar til rjóminn stendur. Passið þó að þeyta hann ekki of mikið. Setjið rjómann í aðra skál.
 2. Þeytið því næst rjómaostinn ásamt sýrða rjómanum og vanilludropum þar til ostablandan er orðið slétt og fín.
 3. Blandið rjómanum saman við ostablönduna með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
 4. Setjið rjómaostablönduna ofan á hverja marengsköku. Um 2 msk.
 5. Saxið hneturnar og setjið á hverja köku fyrir sig ásamt karamellu.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!