Thelma Þorbergsdóttir
Ljúffengar uppskriftir með hreinni jógúrt
23. september 2019

Ljúffengar uppskriftir með hreinni jógúrt

Kaffijógúrt

Fyrir 1

Innihald

120 g hrein jógúrt

1 frosinn banani

1 dl sterkt kaffi

50 g grófir hafrar

2 msk. möndlusmjör

1 msk. döðlusíróp

½ tsk. kanill

¼ tsk. múskat

1 bolli af klökum

Aðferð

Setjið öll hráefnin saman í blandara og blandið þar til allt hefur blandast vel saman.

Hellið jógúrtinu í glas og drekkið. Fyrir þá sem vilja gera extra vel við sig er gott að setja örlítið af dökku kakói ofan á.

 

Bláberjajógúrt með kókos

Fyrir 2

Innihald

120 g hrein jógúrt

120 g frosin bláber

1 frosinn banani

2 msk. möndlusmjör

2 msk. kókosflögur

½ tsk. vanilludropar

1 bolli af klökum

Aðfeð

Setjið allt hráefnið saman í blandara og blandið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið í glas og njótið.

 

Morgunjógúrt

Fyrir 1

Innihald

300 g hrein jógúrt

½ tsk. kanill

1 tsk. vanilludropar

50 g tröllahafrar

2 msk. Chia fræ

2 msk. kakónibbur

1 banani

2 msk. bláber

Aðferð

Setjið jógúrt, kanil, vanilludropa og tröllahafra í skál og hrærið vel saman.

Skerið banana í sneiðar, setjið ofan í skálina ásamt bláberjum, kakónibbum og chia fræjum. Njótið.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!