Thelma Þorbergsdóttir
Hnetusmjörs Brownie með bananasúkkulaði og Ryan Gosling!
09. júlí 2013

Hnetusmjörs Brownie með bananasúkkulaði og Ryan Gosling!

Ok! Þar sem Ryan Thomas Gosling (já við erum það náin að ég nota millinafnið hans all the time) er staddur á Íslandi var ég ekki lengi bjalla á hann og bjóða honum í köku og kaffi, en ekki hvað? Hver lætur svona tækifæri frá sér þegar það gefst? Mér fannst þetta allavega tilvalið tækifæri, hann er einu ári eldri en ég, ljóshærður og bara já... sé fyrir mér að ég og hann munum bonda þokkalega! svo veit ég að hann elskar hnetusmjör og sérstaklega Reese´s peanutbutter cups, svo ég skellti í sjúklega góða köku sérstaklega fyrir hann. Kakan er líka jafn sæt og hann en ég er ekki alveg viss um að maður fái svona þvottabretti eins og hann er með ef maður fær sér of marga bita í einu....allavega ekki ef maður tekur ekki nokkrar magaæfingar inn á milli.

 

  

Hnetusmjörs Brownie með bananasúkkulaði 

Mér finnst nafnið á þessum bitum þó ekki nógu gott, það er eitthvað svo langt og boring að ég hugsa að ég kalli þá bara Gosling bita. Hver myndi ekki vilja einn lítin bita af Gosling bita? Nei ég bara spyr?

 

 

Bakist við 180 gráður í 25 mín.

Það tekur rúmar 40 mín. að henda í þessa gómsætu bita.

 

Innihald
2 egg
150 g. púðursykur
1 tsk. vanilludropar
150 g. dökkt súkkulaði
100 g. smjör
70 g. hveiti
1 tsk. matarsódi
¼ tsk. sjávarsalt
100 g. bananapipp
5 pakkar af Resse´s penutbutter cups með 3 í pakka

 

Súkkulaði ofan á
200 g. bananapipp
60 ml. rjómi
100 g. salthnetur og aðeins meira til að setja ofan á

 Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður.
Þeytið eggin, vanilludropana og púðursykurinn saman þar til blandan er orðin ljós og létt.

Blandið öllum þurrefnunum í skál og bætið saman við. Bræðið 150 g. dökkt súkkulaði saman við smjörið yfir lágum hita og blandið saman við blönduna, hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Brytjið 100g. af bananapippi í grófa bita og blandið saman við deigið og hrærið með sleif.

Setjið smjörpappír í eldfast mót af stærð ca. 20x30. Raðið öllum Reese´s penutbutter cups í botninn á því, látið stærri flötinn liggja niður. Hellið deiginu yfir og sléttið með sleif. Setjið inn í ofn og bakið í 25 mín. kælið í 10-15 mín áður en súkkulaðið er sett yfir.

 

Bananasúkkulaði
Bræðið 200 g. bananapipp í potti yfir meðal háum hita, ásamt rjómanum. Hrærið þar til allt er bráðnað og hefur blandast vel saman. Blandið 100 g. af salthnetum saman við súkkulaðið og hellið því yfir kökuna. Setjið svo nokkrar salthnetur ofan á súkkulaðið og kælið inn í ísskáp. Best er að láta kökuna kólna ágætlega áður en hún er skorin í bita. Annars er hún líka sjúklega góð heit og þá væri nú ekkert verra að hafa ís með eða þeyttan rjóma.

 

  

Já þessa köku bakaði ég fyrir sjálfan Gosling.....en viti menn, hann lét aldrei sjá sig. Helvískur! En ég er löngu búin að fyrirgefa honum J Í staðin naut ég dagsins með mínum heittelskaða Mr. Handsome sem lokaði augunum þegar hann tók sinn fyrsta bita af Gosling bitanum, svo góðir eru þeir! Ég mæli með að þið skellið í eina uppskrift, hún gæti allavega bætt upp fyrir veðurspánna sem er í kortunum þessa helgina!

Svo átti prinsessan mín hún Hildur Emelía 3 ára afmæli þann 19. júní og héldum við upp á það síðastliðinn sunnudag. Hún fékk að sjálfsögðu prinsessuafmæli.

 

 

Hún fékk Sollu Stirðu búning sem hún var ekki lengi að skella sér í. Hún hélt tónleika fyrir afmælisgestina í rúma klst!! já einmit....hún sofnaði líka fljótt eftir að gestirnir fóru, tekur á að halda uppi stuðinu í eigin afmæli. Solla Stirða kom svo og heimsótti hana í síðustu viku og dönsuðu þær við latabæ, mikið fjör og mikið gaman! Þvílíkt yndi sem hún Solla Stirða er!

  

 

   

www.freistingarthelmu.blogspot.com

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!