Thelma Þorbergsdóttir
Heit ostaídýfa með kryddostum - KETO
08. júlí 2019

Heit ostaídýfa með kryddostum - KETO

Innihald

1 poki rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn

1 stk. Mexíkóostur

½ Óðals Havarti krydd

200 g rjómaostur frá Gott í matinn

2 msk. majones

½ laukur

2 stk. grænn chilli

kóríander

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður eða grillið. Rífið mexíkóost og Óðals Havarti krydd niður í skál og blandið saman við rifinn mozzarella. Bætið rjómaosti við stofuhita saman við ásamt majónesi, smátt söxuðu chilli og lauk. Hrærið öllu saman þar til allt hefur blandast vel. Setjið í eldfast mót og hitið í rúmar 20 mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðnaður. Ef þið setjið ídýfuna á grillið er gott að hafa vægan hita á grillinu. Skerið niður ferskan kóríander og stráið yfir ídýfuna. Njótið á meðan ídýfan er heit með brauði, kexi, selleríi eða því sem hugurinn girnist.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!