Thelma Þorbergsdóttir
Eftirréttir yfir hátíðarnar
20. desember 2016

Eftirréttir yfir hátíðarnar

Fyrir ykkur sem hafið ekki nú þegar ákveðið hvaða eftirrétt þið ætlið að bjóða upp á yfir hátíðarnar þá eru hérna nokkrar hugmyndir. Ég hef yfirleitt verið með þá reglu að ég prófa alltaf eitthvað eitt nýtt yfir hátíðarnar en svo eru nokkrar uppskriftir sem heimilisfólk býst ávallt við að fá! Í ár ákvað ég að hafa Toblerone-ís (eða fjallaís eins og dóttir mín kallar hann), það er langt síðan ég gerði hann síðast en þessi ís klikkar aldrei. Hann er klassískur og hentar vel ofan í litla kroppa. Fyrir ykkur sem haldið að það sé eitthvað mál að gera heimatilbúinn ís þá er það algjör þvæla, þú getur hreinlega ekki verið sneggri að gera eftirrétt fyrir utan tímann sem fer í frystingu! Njótið 

Toblerone-ís

Um 2-2,5 lítrar

Innihald

6 eggjarauður
6 msk. sykur
150 g púðursykur
7 dl rjómi
3 tsk vanilludropar
200 g toblerone
1 dl súkkulaðisíróp

Toppur

¼ líter rjómi
Toblerone
Súkkulaðisíróp

Aðferð

Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykrinum saman við með sleif. Þeytið rjómann, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið, hann þarf ekki að standa alveg. Blandið honum saman við eggjarauðublönduna með sleif og hrærið vel. Bætið vanilludropum saman við ásamt grófsöxuðu toblerone og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Fyrir þá sem vilja nýta eggjahvíturnar í eitthvað annað er um að gera að skella í t.d. marengs. Fyrir ykkur sem ætlið ekki að nota þær í annað er hægt að stífþeyta þær og blanda þeim saman við ísblönduna. Hellið ísblöndunni í kökuform eða ílát sem þolir frost. Hellið súkkulaðisírópinu yfir ísinn og blandið saman við með því að snúa hníf í hringi ofan í ísnum. Frystið í að lágmarki 5 klst. Þegar þið berið ísinn fram er gaman að skeyta hann fallega með rjóma og grófsöxuðu eða heilu toblerone, einnig er gott að bjóða upp á auka súkkulaðisíróp með ísnum eða aðra heimagerða súkkulaðisósu. 

 

Skyrkaka með hindberjum og hvítu súkkulaði

Sjá uppskrift hér.

Jólagrautur Thelmu

Sjá uppskrift hér.

Himnesk marengsterta með kanil, karamellu og pekanhnetum 

Sjá uppskrift hér.

Sítrónuískaka með karamellu

Sjá uppskrift hér.

Súkkulaði og pekanhnetu ísterta með karamellu

Sjá uppskrift hér.

Candy cane ostamús

Sjá uppskrift hér.

Brownie ískaka með myntu

Sjá uppskrift hér.

Kanilís með Nóa kroppi og karamellu

Sjá uppskrift hér.

Hvít súkkulaðimús með hindberjum

Fyrir um 6-8 manns

Súkkulaðimús

250 g hvítt súkkulaði
30 g rjómaostur
1 tsk. Vanilludropar
60 ml rjómi
¼ tsk. Sjávarsalt
3 eggjahvítur
100 g sykur

Toppur

Hindber
Flórsykur

Aðferð

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg, setjið til hliðar og kælið. Hrærið rjómaost og vanilludropa saman þar til rjómaosturinn er orðinn mjúkur og sléttur. Bætið rjómanum saman við og hrærið vel í rúmar 3 mínútur. Hrærið eggjahvítur og salt saman í annarri skál og bætið sykrinum varlega saman við. Hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur. Blandið brædda súkkulaðinu saman við rjómaostablönduna ásamt eggjahvítunum og hrærið varlega saman með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið súkkulaðimúsinni jafnt í eftirréttaglös og kælið inn í ísskáp í rúmlega 2 klst. Skreytið með ferskum hindberjum og flórsykri. Geymist í kæli þar til súkkulaðimúsin er borin fram.

 

Njótið

Thelma

www.freistingarthelmu.blogspot.com

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!