Ragnar Freyr Ingvarsson
Kartöflumús með Óðals Tindi
12. september 2019

Kartöflumús með Óðals Tindi

Ég sá uppskrift af þessari frönsku kartöflumús, Aligot. Hún minnir á krem - teygjanlegt krem sem hægt er að draga fram og tilbaka. Ég náðu ekki alveg þessum teygjanleika sem lýst er í bókum og myndböndum en ég er viss um að ég hafi náð bragðinu. Það var geggjað. 

 

1 kg kartöflur

100 g smjör

200 ml rjómi

1 stk. Óðals Tindur

1/3 stk. Múskathneta

salt og pipar

 

Fyrst flysjaði ég kartöflurnar og sauð í söltuðu vatni. Svo er vatninu hellt frá og smjörið stappað saman við. Svo raspaði ég ostinn og hrærði saman við við, svo rjómi, salt og pipar og 1/3 af múskathnetu sem ég raspaði saman við. 

Hrærði og teygði eins og ég gat og lagði svo á disk.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!