Ragnar Freyr Ingvarsson
Eplakaka með þeyttum rjóma
01. ágúst 2017

Eplakaka með þeyttum rjóma

Innihald:
75 g hveiti
25 g haframjöl
100 g smjör, við stofuhita
100 g sykur
½ tsk. vanilludropar
2 stk. epli
1½ tsk. kanilsykur, eða eftir smekk

Meðlæti:
þeyttur rjómi, vanilluís eða vanillusósa

Aðferð:

1. Blandið saman þurrefnum, smjöri og vanilludropum.

2. Flysjið og skerið niður tvö epli.

3. Smyrjið eldfast mót með olíu eða smjöri.

4. Setjið deigið í botninn svo epli og svolítið deig á víxl. Gott er að strá örlitlu af kanilsykri á eplin.

5. Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 25-30 mínútur þar til deigið er fallega gullinbrúnt.

6. Berið fram með þeyttum rjóma, vanilluís og/eða vanillusósu.

Hægt er að nota aðra ávexti í þessa köku eins og t.d. rabarbara, bláber, hindber og brómber. 

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!