Menu
Vatnsdeigsbollur með bingókúlusósu

Vatnsdeigsbollur með bingókúlusósu

Mörgum finnst vandasamt að baka vatnsdeigsbollur en ef réttri aðferð er fylgt þá eiga þær að heppnast. Það er vel hægt að leika sér með rjómafyllinguna og það sem sett er ofan á bollurnar en í ár þá prófaði ég að gera bingókúlusósu sem kom líka svona vel út með bollunum. Ég mæli með þessari uppskrift, hún er þekkt fyrir að heppnast vel. 

Innihald

25 skammtar

Vatnsdeigsbollur:

vatn
smjör
salt
hveiti
egg

Fylling:

rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
Jarðarberjasulta
Kókosbollur

Skraut

Lakkrískurl
Kókosbolla

Vatnsdeigsbollur

  • Hitið vatn og smjör saman í potti að suðu (gott að bræða smjörið örlítið áður en vatnið er sett út í), bætið þá hveiti og salti saman við og slökkvið á hellunni.
  • Hrærið með sleif þar til deigið verður slétt.
  • Blandan er sett í hrærivélarskál og hrærð með þeytara þar til hún kólnar að mestu.
  • Eggin eru sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel á milli. Hrært þar til hræran verður jöfn og góð.
  • Deigið er sett á bökunarpappír (á bökunarplötu) með t.d. matskeið. Mikilvægt að hafa gott bil á milli.
  • Bollurnar eru bakaðar við 200°C í 25 mín við blástur. Það má ekki opna ofninn meðan á bakstri stendur. Passið að hafa nægilegt bil á milli svo bollurnar geti blásið út.
Vatnsdeigsbollur

Fylling

  • Sulta, þeyttur rjómi og ferskir ávextir henta vel á milli og kókósbollur koma einnig mjög vel út með rjómanum.

Bingókúlusósa

  • Bingókúlurnar eru bræddar í potti með rjómanum.
  • Bingókúlusósunni er síðan hellt á milli sem og ofan á bollurnar.
  • Bollurnar eru skreyttar með lakkrískurli og kókósbollu.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir