Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Snickers smákökur
17. nóvember 2017

Snickers smákökur

Snickers smákökur

Það er fátt betra á fallegu vetrarkvöldi en að gæða sér á heitu kakói og dásamlegum smákökum. Snickers smákökurnar kitla bragðlaukana með súkkulaði og hnetubragði, ómótstæðilegar. Smákökurnar eru stökkar og virkilega bragðgóðar. Þær hafa þá eiginleika að hverfa á augabragði þegar búið er að baka þær, svo bakið nóg svo allir fái að njóta.

Uppskrift um 12-15 stk.

120 g smjör við stofuhita

150 g púðursykur

1 stk egg

1-2 tsk vanilludropar

130 g hveiti

30 g kakó

1 tsk matarsódi

100-150 g mjólkursúkkulaði-brætt

3-4 stk snickers

 

Aðferð:

1. Smjör við stofuhita og sykur er þeytt vel saman í hrærivél.

2. Eggi og vanilludropum blandað saman við.

3. Súkkulaðið er brætt, kælt og síðan hellt saman við.

4. Hveiti, kakó  og matarsódi eru sett saman við, deigið hnoðað örlítið og kælt í ísskáp í um 15 mínútur.

5. Snickers er skorið í litla bita og blandað saman við deigið.

6. Deigið er kælt í um 15 mínútur í ísskáp.

7. Bökunarpappír settur á bökunarplötu, kúlur mótaðar úr deiginu og pressaðar örlítið.

8. Bakað við 180°C hita í um 8-10 mínútur. Passa að hafa þær ekki of lengi. 

Njótið!

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!