Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Rjómaterta með eplabitum og karamellusúkkulaði
21. mars 2019

Rjómaterta með eplabitum og karamellusúkkulaði

 

Svampbotn 3 stk.

6 stk. egg

260 g sykur

100 g hveiti

100 g kartöflumjöl

1 tsk. lyftiduft

80 g döðlur saxaðar smátt

100 g súkkulaði

 

Fylling:

½ l rjómi frá Gott í matinn – þeyttur

2 stk. epli – brytjuð

100-150 g pralín súkkulaði með saltkaramellufyllingu (einnig notað ofan á kökuna)

 

Eplasafi til að bleyta botnana

 

Súkkulaði ganache:

150 g rjómasúkkulaði

1 dl rjómi frá Gott í matinn

 

Aðferð:

Þeytið egg og sykur vel saman.

Blandið saman hveiti, lyftidufti og kartöflumjöli. Hrærið vel saman.

Hellið deiginu í  þrjú jafnstór kringlótt bökunarmót (22 cm). Passið að hafa bökunarpappír undir.

Bakið við 175°C hita í 18-20 mínútur.

Þeytið rjómann, skerið eplin og súkkulaðið í litla bita og blandið saman við. 

Búið til súkkulaði ganache með því að setja súkkulaði og rjóma í pott og hita þar til allt hefur bráðnað. 

Bleytið botnana örlítið með eplasafa.

Setjið rjómafyllinguna á milli botnana og hellið súkkulaði ganachinu yfir.

Skreytið kökuna með súkkulaði með karamellufyllingu. 

Njótið!

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!