Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Marengsterta og annað góðgæti
05. desember 2017

Marengsterta og annað góðgæti

Marengs dúndur

Marengstertur njóta alltaf vinsælda í veislum og við önnur tilefni. Hér er á ferðinni einstaklega ljúf og bragðgóð marengsterta þar sem sætleiki og ferskleiki leika við bragðlaukana.  Eplin gefa einstalega gott bragð. 

 

Uppskrift:

Botnar:

6 stk. eggjahvítur

300 g sykur

1 tsk. lyftiduft

Matarlitur – eftir smekk

 

Fylling:

½ l Rjómi frá Gott í matinn - þeyttur

2-3 stk. epli – brytjuð

2 stk. Mars súkkulaði – brytjað

 

Aðferð:

1.Eggjavíturnar eru þeyttar vel í skál. Sykrinum blandað saman við smám saman. Blandan er þeytt þar til hún er orðin stífþeytt.

2.Lyftidufti og matarlit er blandað varlega saman við. 

3.Marengsblandan er sett í sprautupoka, notaður er 1 M stjörnustútur til að sprauta blöndunni. Búnar eru til rósir með því að byrja að sprauta í miðjunni og síðan farið í hringi.  Stjörnurnar eru sprautaðar á smjörpappír sem búið er að teikna á hring.

4.Botnarnir eru bakaðir við 130°C hita í um 1 ½ klst.

5.Mjög gott að leyfa botnunum að standa í ofninum yfir nótt.

6.Rjóminn er þeyttur, eplin og marssúkkulaðið er brytjað og blandað saman við rjómann. 

7.Fyllingin er að lokum sett yfir neðri botninn. 

Njótið! 

 

Litlar samlokur í veisluna

Það er ótrúlega þægilegt að bjóða upp á brauðteninga þegar von er á gestum. Þeir henta vel sem forréttur eða sem skemmtileg viðbót við fingramatinn og veislumatinn. Brauðteningarnir eru  mildir og bragðgóðir og fljótir að hverfa af disknum.  Það er vel hægt að gera teningana kvöldinu áður og geyma í kæli. 

 

Hráefni:

2 stk rúllutertubrauð – skorin í tvennt

Kál

Skinka

Hunangsskinka

Smurostur skinkumyrja

Smurostur með beikoni

Mæjónes

Pestó – rautt

Ostur

Bergbys sinnep

 

Aðferð og hráefni

Lag 1: Majónes smurt á fyrsta brauðlagið, kál, ostur og skinka er sett yfir og beikonsmurosti smurður neðan á næsta lag

Lag 2: Beikonsmurosti er smurt á efra lagið, ostur og sinnep sett yfir. Mæjónes er smurt undir næsta lag. 

Lag: 3: Pestó er sett yfir næsta lag, kál og hunangsskinka er sett yfir. Skinkumyrja er sett undir næsta lag. 

Lag: 4: Á efsta lagið er olía og krydd sett yfir. Einnig hægt að nota pestó til að smyrja yfir. 

Plastið sem fylgir rúllubrauðinu er sett yfir brauðið og það pressað með þungu fargi. 

Brauðið er síðan skorið í litla teninga. Kemur vel út að stinga tannstönglum í brauðteningana. 

 

Njótið!

 

Ballerína súkkulaðiskyrterta

Það er einfalt að búa til skyrköku. Tekur stuttan tíma og þægilegt að eiga í frystinum þegar gestir bera að garði.  Hér er á ferðinni einföld skyrkaka sem vert er að prófa.  Súkkulaðiskyrið gefur skemmtilega áferð.

 

Uppskrift:

Botn:

2 stk. Ballerínakex

50 g Smjör – brætt

Fylling:

2 litlar dósir Ísey skyr - dökkt súkkulaði og vanilla

½ líter Rjómi frá Gott í matinn – þeyttur

Skreyting:

Marssósa: 2 stk. marssúkkulaðistykki – ½ dl rjómi: hitað saman þar til allt er bráðnað.

Jarðarber

 

Aðferð:

1. Ballerínakexið er mulið. Bræddu smjöri blandað saman við. Blandan er sett í eldfast mót.

2. Rjóminn er þeyttur og súkkulaðiskyri blandað saman við.  Fyllingin er sett yfir botninn.

3. Kakan er skreytt með marssósu og jarðarberjum. 

 

 

Njótið!

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!