Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Marengsterta með vínberjum og súkkulaðirúsínum
20. september 2018

Marengsterta með vínberjum og súkkulaðirúsínum

Marengsterta með vínberjum og súkkulaðirúsínum

Það er alltaf jafn ánægjulegt að bera fram gómsæta marengstertu sem kemur á óvart.  Þetta er einmitt þannig terta. Súkkulaðirúsínurnar og vínberin í rjómafyllingunni gefa tertunni einstakt bragð. 


Uppskrift fyrir tvo hringlaga botna um 28 cm að stærð

8 stk. eggjahvítur

440 g sykur

1 ½ tsk. lyftiduft

 

Fylling:

½ l rjómi frá Gott í matinn

 ½ tsk. vanillusykur

20 stk. vínber

100 g súkkulaðirúsínur

4 stk. kókósbollur

 

Súkkulaðikrem

3 stk. Mars eða um 200 g af súkkulaði

50 g smjör

6 stk. eggjarauður

4 msk. flórsykur

 

Aðferð:

Eggjahvíturnar eru þeyttar og sykrinum blandað varlega saman við.

Hrært þar til blandan er orðin stífþeytt.

Lyftiduftinu er þá blandað varlega saman við. 

Marengsblandan er sett á bökunarpappír og botnarnir bakaðir við 130°C hita í um 1 ½ klst. 

 

Til að búa til fyllinguna er rjóminn þeyttur og vanillusykrinum blandað saman við.

Vínberin eru þá skorin og blandað saman við rjómann ásamt súkkulaðirúsínunum.  

Rjómafyllingin er sett yfir neðri botninn og kókósbollurnar kramdar yfir rjómann.  Þá er efri botninn settur ofan á. 

Til að búa til súkkulaðikremið þarf að bræða smjör og súkkulaði/mars yfir vatnsbað. Súkkulaðiblöndunni er leyft að kólna.

Á meðan eru eggjarauðurnar og sykurinn þeytt vel saman.  Súkkulaðið er síðan blandað saman við eggjablönduna. 

Súkkulaðikremið er sett yfir rétt áður en kakan er borin fram. 

Njótið!

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!