Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Maltesers ostakaka
24. apríl 2019

Maltesers ostakaka

Dásamleg Maltesers ostakaka

Ég gerði þessa dásamlegu ostaköku um daginn. Hún er algjört sælgæti og sómar sér vel á hvaða veisluborði sem er.

Uppskrift

Botn:

2 pokar Maltesers

50 g íslenskt smjör, brætt

60 g sykur

 

Fylling:

200 g rjómaostur frá Gott í matinn

250 ml rjómi frá Gott í matinn

100 g flórsykur

2 tsk. vanillusykur

 

10 stk. Malteserskúlur

2 stk. Marssúkkulaði, brytjað

 

Marssósa ofan á:

3 stk. Mars

½ dl rjómi frá Gott í matinn

 

Aðferð:

Myljið Malteserskúlurnar í matvinnsluvél.

Blandið sykri og bræddu smjöri saman við.

Setjið blönduna í smurt bökunarform eða eldfast mót og þrýstið henni í mótið og upp með brúninni.

Þeytið rjómann og blandið rjómaosti saman við ásamt flórsykri og vanillusykri.

Hrærið blönduna vel og hellið í mótið. 

Setjið Malteserskúlur hér og þar í fyllinguna ásamt brytjuðu marssúkkulaði. 

Búið til marssósuna með því að hita marssúkkulaðið og rjóma.

Hellið marssósunni síðan yfir fyllinguna. 

Kælið kökuna í frysti í nokkra klukkutíma.

Berið kökuna fram kalda. Kemur mjög vel út að sáldra muldu Maltesersi yfir kökuna. 

 

Njótið!

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!