Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Litlar kjötbollur með Mexíkóosti
21. mars 2018

Litlar kjötbollur með Mexíkóosti

Þessar kjötbollur eru dásamlega góðar og bragðið af mexíkóostinum kemur vel fram. Til að ná þeim fallega löguðum og jafn stórum er hver bolla vigtuð og síðast steikt í örskamma stund í djúpsteikingarpotti.  Kjötbollurnar henta einstaklega vel í veisluna.

Uppskrift

500 g nautahakk

1 stk. Mexíkóostur

1 stk. Lu paprikukex

1 tsk. hvítlaukspipar

1 tsk. hvítlaukssalt

2-3 stk. egg

 

Aðferð:

Hakk, hvítlaukspipar og hvítlaukssalt er hrært saman í hrærivél.

Eggjunum er þá blandað saman við ásamt rifnum mexíkóosti og muldu paprikukexi.

Bollur eru mótaðar. Mjög gott að vigta hverja bollu og passa upp á að hafa þær jafn þungar.

Bollurnar eru síðan steiktar í örskammastund í djúpsteikingarpotti. Einnig hægt að steikja bollurnar í smjöri á pönnu. 

Að lokum eru þær hitaðar í ofni þar til þær eru steiktar í gegn. 

Kjötbollurnar eru bornar fram með súrsætri sósu eða hvítlaukssósu. 

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!