Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Jólalegar samlokur
29. nóvember 2018

Jólalegar samlokur

Það er hægt að fara ýmsar leiðir þegar kemur að því að smyrja brauð. Því ekki að smyrja það með gómsætum smurostum og setja gómsætt álegg á milli? Jólalegar samlokur eiga eftir að sóma sér vel í næsta boði. Hugmyndin hentar einnig vel fyrir nestisboxið. Því ekki að gera þetta svolítið skemmtilegt?

Hráefni:

2 stk. brauðtertubrauð

Smurostur með beikoni

Smurostur skinkumyrja

Majónes

Bergbys sinnep

Skinka

Hunangsskinka

Samlokuostur í sneiðum

Kál

Pestó

Mexíkóostur

 

Brauðtertubrauðin eru skorin í tvennt

Brauðlag 1:

Smurostur með beikoni

Kál

Bergbys sinnep

Skinka

 

Brauðlag 2:

Majónes smurt undir brauðið

Smurostur skinkumyrja

Rautt pestó

Hunangsskinka

Ostasneiðar

Rifinn mexíkóostur

Bergbys sinnep

 

Brauðlag 3:

Majónesi er smurt undir efsta brauðlagið.

Samlokurnar eru skreyttar með skinku og osti. Skinkan er skorin í renninga með pítsuskera. Renningarnir eru lagðir yfir brauðteningana í kross.  Osturinn er skorinn út með plastmótum og hann settur á miðjuna á samlokunum. Kemur vel út að pressa samlokurnar með þungum hlut (passa að setja bökunarpappír undir) áður en þær eru skreyttar.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!