Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Gómsætar tortillavefjur
23. júlí 2019

Gómsætar tortillavefjur

Tortillavefjur klikka ekki. Alltaf svo þægilegt að útbúa vefjur, skera niður og bera fram í boðinu eða taka með í nesti á ferðalagið eða í vinnuna.

Uppskrift:

8-10 stk tortillakökur

Fylling:

250 g rjómaostur frá Gott í matinn

100 g sýrður rjómi frá Gott í matinn

1-2 msk. MS rjómaostur með kryddbragði

½ stk. Mexíkóostur frá MS

Spínat

Parmaskinka

Paprika

Rautt pestó

Furuhnetur

Rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn

Aðferð:

Hrærið rjómaosti, sýrðum rjóma og rjómaosti með kryddbragði vel saman.

Rífið mexíkóostinn og blandið saman við.

Smyrjið rjómaostablöndunni á tortillakökurnar.

Setjið spínat, papriku, parmskinku og furuhnetur ofan á.

Sáldrið mozzarellaosti ofan á.

Rúllið vefjunum upp og skerið í litla bita. 

Njótið!

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!