Hjördís Dögg Grímarsdóttir
Gómsæt samloka með Mexíkóosti
01. júlí 2019

Gómsæt samloka með Mexíkóosti

Gómsæt samloka með Mexíkóosti

Samlokur þykja alltaf góðar í ferðalagið eða þegar farið er til dæmis í lautarferð. Hér er á ferðinni einföld samloka sem allir ættu að geta leikið eftir.  Brauðið er heimagert en það er líka hægt að kaupa tilbúin baguette brauð og nota þau í staðinn. 

Uppskrift:

1 stk. Baguettbrauð

 

Sósa:

1 dós sýrður rjómi (36%) frá Gott í matinn

2-3 msk. chilli majónes

Salt og pipar

 

Fylling:

Kál

Beikon steikt

Paprika skorin í lengjur

Mexíkóostur – skorinn í sneiðar

Skinka

Balsamikedikgljái

 

Aðferð:

Skerið brauðið til helminga

Hrærið sýrðum rjóma og chilli majónesi saman og kryddið örlítið með salti og pipar.

Smyrjið sósunni á brauðið og setjið kálið yfir.

Skerið Mexíkóostinn og setjið yfir ásamt papriku, beikoni og skinku.

Sprautið balsamikedikgljáa yfir, lokið brauðinu og grillið örlítið. 

Skerið brauðið í nokkra bita og njótið. 

 

Baguettebrauð heimagert

 

Uppskrift:

310 ml volgt vatn

11 g þurrger

1 msk. sykur

1 msk olía

12 g salt

500 g hveiti

 

Hvítlauksolía sem fer ofan á – öllu blandað saman

½ - 1 dl ólífuolía

3 stk. hvítlauksgeirar

Salt og pipar

Ítölsk hvítlauksblanda

Örlítð af chilliflögum/fræjum

1 stk. sítrónusafi

 

Aðferð:

Blandið volgu vatni, þurrgeri, sykri og olíu saman í skál.

Leyfið blöndunni að taka sig örlítið.

Sáldrið saltinu yfir og síðan hveitinu í litlum skömmtum saman við. 

Hnoðið vel og leyfið að lyfta sér í um 1 klst.

Mótið brauðið í lengjur, búið til holur ofan á brauðið með fingrunum og penslið hvítlauksolíunni yfir. 

Bakið við 190°C hita (blástur)  í um 25 mínútur eða þar til brauðið er bakað í gegn. 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!