Helena Gunnarsdóttir
Tveir laufléttir og sumarlegir réttir sem sóma sér líka vel á veisluborðinu
09. júní 2016

Tveir laufléttir og sumarlegir réttir sem sóma sér líka vel á veisluborðinu

Sítrónu ostakökubitar með hindberjum

 

Botn:

170 g kalt smjör

5 dl hveiti

1 dl sykur

¼ tsk salt

 

Fylling:

250 g rjómaostur frá Gott í matinn, við stofuhita

1 ½ dl sykur

1 egg

2 msk sýrður rjómi

2 msk sítrónusafi

1 tsk vanilluextract

 

Sítrónulag:

4 egg

2 dl sykur

2 dl safi úr sítrónu

¾ dl hveiti

Aðferð:

1) Ofn hitaður í 165 gráður með blæstri. Vinnið saman í botninn: hveiti, smjör, sykur og salt í hrærivél eða með fingrunum þar til blandan líkist blautum sandi. Hellið í form (skúffukökuform er passlegt) og þrýstið deiginu niður og út í hliðarnar. Bakið í 15 mínútur og takið út.

2) Fyllingin: Lækkið hitann á ofninum í 150 gráður. Hrærið saman rjómaost og sykur þar til silkimjúkt. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hrærið vel saman. Dreifið úr fyllingunni yfir heitan botninn og setjið aftur inn í ofn í 15 mínútur.

3) Sítrónulag: Þeytið saman egg og sykur þar til vel blandað saman. Hrærið sítrónusafa og hveiti saman við. Hellið hægt og varlega yfir heita ostakökuna. Bakið áfram við 150 gráður í um 30 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna við stofuhita í um 1 klst og setjið svo í ísskáp. Berið fram kalt eða við stofuhita. Dustið flórsykri yfir og skreytið hvern bita með hindberi. 

 

Fylltar eggaldinrúllur með döðlum, chili og rjómaosti

 

2 eggaldin

300 g rjómaostur frá Gott í matinn

½ fetakubbur

2 msk sýrður rjómi

10 stk steinalausar döðlur

1 rauður chili, fræhreinsaður

2 vorlaukar

Ólífuolía

Salt og pipar

Klettasalat

 

Aðferð:
Skerið eggaldinið langsum í sneiðar. Penslið með ólífuolíu og grillið við háan hita á báðum hliðum þannig að fallegar grillrendur komi á sneiðarnar og þær mýkjast. Leggið sneiðarnar á fat og leyfið að kólna á meðan þið gerið fyllinguna. Hrærið saman rjómaosti, fetaosti og sýrðum rjóma. Saxið döðlurnar, chili og vorlauk smátt og hrærið saman við. Smakkið til með salti og pipar. Setjið 1 msk af fyllingunni á endann á hverri eggaldinsneið ásamt dálitlu klettasalati og rúllið upp. Berið fram með klettasalati og stráið rauðum chili ofan á. 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!