Helena Gunnarsdóttir
Tómatsúpa með tortellini og spínati og kotasælubollur
02. janúar 2015

Tómatsúpa með tortellini og spínati og kotasælubollur

Tómatsúpa með tortellini og spínati og kotasælubollur

 

 

 

Kotasælubollur

 

·       5 dl gróft spelt

·       3 tsk vínsteinslyftiduft

·       1 lítil dós kotasæla (u.þ.b 2 dl)

·       1 dl ab mjólk

·       2-2,5 dl sjóðandi heitt vatn (Setjið fyrst 1-2 dl og sjáið svo hvort það þurfi meira vatn þar               sem mjöl tekur misvel við vökva)

·       1 msk ólífuolía

·       1 tsk sjávarsalt

            ·       1 dl sesamfræ

 

Aðferð:

Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Öllu blandað saman í skál og hrært með sleif þar til rétt blandað saman. Gott getur verið að bæta vatninu smám saman við en ekki öllu í einu. Áferðin á deiginu á að vera eins og þykkur hafragrautur og klístrast við sleifina. Alls ekki hræra lengi.

Búið til 9 stærri eða 12 minni bollur með tveimur matskeiðum og setjið á pappírsklædda bökunarplötu. Ca 1 tsk af sesamfræjum stráð yfir hverja bollu. Þær stækka ekki það mikið að 12 bollur eiga vel að komast fyrir á einni plötu. Bakað í 20 mínútur. 

 


  

 

Tómatsúpa með tortellini og spínati

·       1 msk ólífuolía

·       2 sellerístangir

·       2 gulrætur

·       1 stór laukur

·       1 msk tómatpuré

·       2 tsk hrásykur

·       3 dósir hakkaðir tómatar  (ég notaði Hunts með oregano, basil og hvítlauk)

·       1 l vatn eða tæplega 3 tómatadósir (tómatadósirnar skolaðar að innan með vatninu)

·       2 grænmetisteningar

·       1 tsk þurrkað basil

·       200 gr tortellini pasta

·       150 gr ferskt spínat

·       4 msk 36% sýrður rjómi

·       Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

 

 

 

 

Aðferð:

Skerið sellerí, gulrætur og lauk smátt. Hitið olíu í stórum potti og steikið grænmetið þar til mjúkt. Setjið tómatpuré út í og steikið aðeins áfram. Bætið sykrinum saman við. Hellið tómötunum ásamt vatninu og kraftinum yfir og hleypið suðunni upp. Kryddið með basil, salti og pipar ef þarf. Smakkið ykkur til. Hellið þá pastanu út í sjóðandi súpuna og látið sjóða í 20 mínútur undir loki. Saxið spínatið smátt og bætið út í ásamt sýrða rjómanum og berið fram með kotasælubollunum.

 

 

 

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!