Menu
Spínatídýfa með Óðalsosti

Spínatídýfa með Óðalsosti

Ídýfuna má líka nota sem ljúffengan kjúklingarétt, þá eru t.d. kjúklingabringur skornar í tvennt, lagðar í eldfast mót, kaldri ídýfunni dreift yfir og svo bakað þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, 30-40 mínútur á 180 gráður.

Berið fram heitt eða volgt með baguette brauði, snakki, kexi eða niðurskornu grænmeti.

Innihald

4 skammtar
ferskt spínat (einn stór poki)
krukka grillaðir ætiþistlar í olíu
lítill laukur
Gamli rjómaosturinn frá Gott í matinn
lítil dós kotasæla
majónes
rifinn parmesan ostur
bragðmikill ostur, t.d. Óðalsostur, Óðals Ísbúi eða Óðals Tindur
múskat
grænmetiskraftur eða hálfur grænmetisteningur mulinn niður
Salt og pipar eftir smekk

Skref1

  • Steikið spínatið upp úr smá olíu á pönnu þar til það er allt orðið mjúkt.
  • Setjið á disk með eldhúspappír, leyfið að kólna aðeins og þerrið.

Skref2

  • Hellið olíunni af ætiþistlunum og saxið smátt.
  • Saxið laukinn einnig smátt.
  • Blandið öllu vel saman í skál, en geymið um það bil 1 dl af osti til að dreifa yfir í lokin.
  • Bætið spínatinu saman við.

Skref3

  • Dreifið að lokum aðeins meira af rifnum osti yfir og setjið í eldfast mót og bakið við 200 gráður í 20 mínútur.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir