Helena Gunnarsdóttir
Mjólkurhristingar á þrjá vegu
30. júní 2015

Mjólkurhristingar á þrjá vegu

Að þessu sinni býð ég ykkur upp á dásamlega mjólkurhristinga. Þessir slógu rækilega í gegn á heimilinu sem eftirréttur á dögunum. Ótrúlega skemmtilegt að bjóða upp á alvöru heimalagaða hristinga. Hver uppskrift er fyrir 1-2, best er að nota blandara til að gera hristingana, en það er líka hægt að nota töfrasprota eða matvinnsluvél.

Hnetusmjörs- og bananahristingur

3-4 vænar kúlur góður vanilluís

1 dl nýmjólk

2 msk hnetusmjör

½ banani

Karamellusósa

Þeyttur rjómi

 

Aðferð: Þeytið saman ís, mjólk, hnetusmjöri og banana. Setjið karamellusósu innan í glasið sem þið notið, hellið hristingnum í glasið, toppið með rjóma og skreytið með banana og karamellusósu. 

 

Jarðarberjahristingur

3-4 vænar kúlur góður vanilluís

1 dl nýmjólk

5-6 jarðarber

Þeyttur rjómi

 

Aðferð: Þeytið saman ís, mjólk og jarðarberjum. Hellið í glas, toppið með þeyttum rjóma og skreytið með jarðarberi. 

 

Kaffi- og súkkulaðihristingur

3-4 vænar kúlur góður vanilluís

1 dl uppáhellt kælt kaffi

Smá skvetta nýmjólk (1-2 msk)

1 msk súkkulaðisósa eða súkkulaðisýróp

Þeyttur rjómi

 

Aðferð: Þeytið saman ís, kaffi, mjólk og súkkulaðisósu. Setjið smá súkkulaðisósu innan í glasið sem þið notið. Fyllið glasið af kaffihristingnum, toppið með þeyttum rjóma og skreytið með smá súkkulaðisósu. 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!