Helena Gunnarsdóttir
Mascarpone tortellini með tómat og spínati
24. júní 2019

Mascarpone tortellini með tómat og spínati

Hér kemur ein lauflétt og fljótleg pasta uppskrift sem er í miklu uppáhaldi. Henni er hægt að breyta og bæta eftir eigin höfði en ég hvet ykkur til að prófa að nota mascarpone ostinn í matargerð. Hann gefur dásamlegt rjómabragð á móti skarpri tómatsósunni og bakast skemmtilega í ofninum. Þessa er upplagt að skella í þegar grillinu er leyft að hvíla. Fljótlegur og sumarlegur notalegheitamatur!

500 g ferskt eða þurrkað tortellini pasta

1 stk. laukur, smátt saxaður

2 stk. hvítlauksrif, smátt söxuð

2 msk. smjör

200 g ferskt spínat, saxað

2 dósir hakkaðir tómatar

1 msk. tómatpaste

1 tsk. grænmetiskraftur eða grænmetisteningur

Salt og pipar

150 g íslenskur Mascarpone rjómaostur

Ein fersk Mozzarella kúla

Rifinn parmesan ostur eftir smekk

 

Aðferð:

1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Sigtið vatnið frá og setjið pastað til hliðar.

2. Steikið laukinn og hvítlaukinn í smjörinu þar til mýkist. Setjið spínatið á pönnuna og steikið aðeins áfram.

3. Hellið tómötum og tómatpaste á pönnuna ásamt grænmetiskrafti. Látið malla í fimm mínutur og smakkið til með salti og pipar.

4. Hitið grill í ofni við háan hita. Setjið pastað saman við sósuna og blandið saman. Setjið litlar doppur af Mascarpone osti með teskeið ofan á pastað ásamt Mozzarella í litlum bitum og toppið með rifnum parmesan.

5. Setjið í eldfast mót ef pannan þolir ekki ofn. Bakið undir grilli við háan hita þar til osturinn er gullinbrúnn.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!