Helena Gunnarsdóttir
Kjúklingur í hvítvíns rjómasósu með sveppum, blaðlauk og spínati
19. febrúar 2016

Kjúklingur í hvítvíns rjómasósu með sveppum, blaðlauk og spínati

Kjúklingur í hvítvíns rjómasósu með sveppum, blaðlauk og spínati

 

Innihald:

4 kjúklingabringur

2 msk smjör

Salt og pipar

1 bakki sveppir, skornir í sneiðar

1 blaðlaukur, þunnt skorinn

2 dl hvítvín

2,5 dl rjómi

1 msk kjúklingakraftur eða 1 teningur

2-3 lúkur ferskt spínat

 

Aðferð:
Kljúfið kjúklingabringurnar eftir endilöngu þannig að þið fáið tvo fremur þunna bita úr hverri bringu. Kryddið með salti og pipar. Bræðið smjör á pönnu og brúnið kjúklingabringurnar vel á báðum hliðum. Takið af pönnunni og geymið á diski til hliðar. Setjið sveppina á pönnuna og steikið í stutta stund. Bætið þá blaðlauknum saman við og steikið aðeins. Hækkið hitann og hellið hvítvíninu á pönnuna, leyfið því að sjóða aðeins niður í 1-2 mínútur. Hellið þá rjómanum á pönnuna ásamt kraftinum og hleypið aftur upp suðunni. Setjið spínatið út í sósuna og leggið kjúklingabringurnar ofan á. Ausið sósunni aðeins yfir bringurnar og leyfið þessu að malla saman þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan hefur aðeins þykknað eða í 5-10 mínútur. Gætið þess að ofelda ekki bringurnar. Smakkið til með salti og pipar.

Gott að bera fram með kartöflumús eða hrísgrjónum. 

---

Vetrarsalat með fennel, appelsínum og trönuberjum

Innihald:

1 poki klettasalat

2 appelsínur

1 stórt fennel

1 lúka þurrkuð trönuber

4 msk hreinn fetaostur

Ólífuolía

Salt og pipar

 

Aðferð:
Leggið þvegið klettasalat á disk eða fat. Skerið fennelið í tvennt og svo í þunnar sneiðar. Afhýðið appelsínurnar og skerið laufin innan úr. Dreifið þessu öllu yfir salatið og kreistið safa út appelsínunum yfir. Setjið þurrkuð trönuber og mulinn fetaostinn yfir. Hellið smá ólífuolíu yfir salatið og kryddið með góðu sjávarsalti og dálitlum möluðum pipar. 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!