Helena Gunnarsdóttir
Dúnmjúkar jógúrt pönnukökur með bláberjum og sítrónu
01. september 2015

Dúnmjúkar jógúrt pönnukökur með bláberjum og sítrónu

Dúnmjúkar jógúrt pönnukökur með bláberjum og sítrónu

4 ½ dl hveiti

2 msk sykur

1 tsk lyftiduft

½ tsk matarsódi

¼ tsk salt

2 egg

2,5 dl mjólk

2,5 dl hrein jógúrt

50 gr smjör, brætt (og meira til steikingar)

1 tsk vanilluextract

5 dl bláber

1 tsk rifinn börkur af sítrónu

Aðferð:
Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti. Pískið saman í annarri skál, eggjum, mjólk, jógúrt, bræddu smjöri og vanillu. Blandið þessu varlega saman við þurrefnin þar til rétt svo komið saman. Ef ykkur finnst deigið of þykkt, bætið þá örlítilli mjólk saman við. Blandið svo bláberjunum og sítrónuberkinum varlega saman við. Hitið pönnu á meðalhita og bræðið á henni dálítið smjör. Steikið pönnukökurnar, hver pönnukaka er um ½ dl af deigi. Snúið pönnukökunum við þegar loftbólur taka að myndast ofan á þeim. Steikið þá örstutt á hinni hliðinni. Haldið pönnukökunum heitum og berið fram með dálitlu volgu hlynsírópi (hægt að hita við vægan hita í litlum potti) og meiri bláberjum.

Njótið.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!