Halla Bára og Gunnar
Rækjusalat með japönsku ívafi
15. apríl 2015

Rækjusalat með japönsku ívafi

Þetta er rækjusalat drauma minna og meira að segja salat fyrir þá sem eru ekkert sérstaklega fyrir rækjur! Rækjusalat og maður hugsar um gamaldags brauðtertur, fermingarveislur og kalt borð en brauðsalöt sem þetta eiga svo virkilega erindi á öll borð. Hér fær rækjusalat japanskt yfirbragð sem leikur við bragðlaukana. Góð hugmynd að salati til að njóta með brauði, kexi, tortillum og ýmsu öðru. Uppskriftin er lánuð frá meiriháttar matgæðingi sem notar hana mikið í afmælum og veislum þar sem margir góðir réttir þurfa að passa saman. Þá eru iðulega heimalagaðar flatkökur bornar fram með.

 

1 dl majónes eða 18% sýrður rjómi

2 tsk wasabi og meira ef vill

1 msk límónusafi og smá börkur, smakkað til

1 msk sushiengifer, fínt saxað

300 g rækjur, gróft saxaðar

handfylli af fersku kóríander, saxað

svartur pipar ef vill

 

Hrærið saman allt hráefnið fyrir utan rækjurnar. Smakkið til, finnið rétta styrkinn á wasabinu og bætið rækjunum saman við. Látið salatið standa aðeins í ísskáp áður en það er borið fram. 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!