Halla Bára og Gunnar
Pizza bolognese
27. apríl 2018

Pizza bolognese

Pizza bolognese með aukaosti, takk fyrir!

Þetta er ein virkilega góð leið til að nýta afganga. Margir elda hakk og spagettí mjög reglulega, aðrir spagettí bolognese og enn aðrir einhverja allt aðra útgáfu. Þessir réttir eiga það hins vegar sammerkt að vera rosalega góðir á pizzu eftir að hafa verið notaðir í eina máltíð. Pizza bolognese er hugmynd sem er alls ekki mín en ég hef notað hana svo oft og í svo mörgum útfærslum. Hér er hugmyndin full af góðum ostum til að gera máltíðina enn meira djúsí og heillandi. Réttur sem slær alltaf í gegn; við öll tilefni og á hvaða tíma dagsins sem er.

Pizzadeig, heimalagað eða keypt tilbúið

Góð ólífuolía

Bolognese eða eldað hakk í hvaða mynd sem er

Rjómaostur frá Gott í matinn

Pizzaostur frá Gott í matinn

Mozzarella kúlur

Oreganó

Má hiklaust bæta við Piparosti, Gráðaosti eða öðrum krydduðum osti ofan á pizzuna

 

Hitið ofn í 220 gráður. Fletjið pizzadeigið út. Dreypið ólífuolíu yfir deigið. Stráið rifnum osti yfir deigið. Hitið hakkblönduna sem þið notið. Hrærið saman við hana vænni slettu af rjómaosti og látið bráðna vel. Dreifið úr hakkinu yfir pizzuna og rifna ostinn. Rífið litlu Mozzarella kúlurnar niður og yfir allt saman. Bætið fleiri ostum við ef þið kjósið svo. Stráið smá af oreganó yfir allt. Bakið þar til botninn er klár og ostarnir vel bráðnaðir. Berið fram.

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!