Halla Bára og Gunnar
Haust og vetur í matarkortunum
20. október 2015

Haust og vetur í matarkortunum

Fyrir stuttu síðan var elduð súpa á heimilinu sem átti að vera hefðbundin kjötsúpa á íslenska vegu. Fljótlega breyttist hún þó og varð að ítalskri vetrar-minestrone-súpu með íslenskum tilbrigðum. Það sem var öðruvísi við þessa ítölsku miðað við þá íslensku er að ég skar grænmetið mjög fínt, notaði grænmetissoð í stað þess að nota bara vatn, setti rísottogrjón út í súpuna og sauð með enda af parmesanosti. Íslenska lambakjötið var soðið með og úr varð virkilega góð súpa.

Það sem fór út í súpuna var:

 

Gulætur

Sellerý

Laukur

Hvítlaukur

Hvítkál

Grænkál

Grasker

Grænmetissoð

Endar af parmesanosti

Rísottogrjón

Súpukjötsbitar

 

Allt grænmetið var fínt skorið niður og mýkt í ólífuolíu í um 10 mínútur. Heitu grænmetissoði hellt yfir í stað vatns. Magnið þarf að vera þannig að það fljóti yfir kjötið sem fer út í. Rísottogrjón (1 bolli fyrir fjögurra manna fjölskyldu með fimm kjötbita) og parmesanostur saman við ásamt kjötinu. Látið sjóða í klukkutíma á vægum hita. Að því loknu tók ég kjötið upp úr, skar það af beinunum og reif það niður og út í súpuna. 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!