Halla Bára og Gunnar
Flatbaka með villisveppa- og hvítlauksosti
16. júní 2015

Flatbaka með villisveppa- og hvítlauksosti

Flatbaka með villisveppa- og hvítlauksosti sem við settum saman fyrir sjónvarpsauglýsingu fyrir MS. Flatbökur eru hráefni sem endalaust er hægt að leika sér með. Flestir sjá fyrir sér pizzu sem flatböku en þær eru svo miklu meira. Í þessari uppskrift eru ostar frá MS í aðalhlutverki ásamt sýrðum rjóma og ljúffengum smjörsteiktum sveppum.

Flatbaka með villisveppa- og hvítlauksosti


Pizzadeig – tilbúið deig eða að gera sitt eigið

½ Villisveppaostur

½ Hvítlauksostur

1 dós sýrður rjómi

Salt og pipar

Ólífuolía yfir botninn

 

Ferskir sveppir – skornir í þunnar sneiðar

Smjörklípa

Hálf sítróna

Ferskt timjan – lauf rifin af greinunum

Salt og pipar

 

Balsamik-gljái

 

 

Hér er ekki gefin upp uppskrift að pizzadeigi. Hefðbundin aðferð við pizzabotn, fletja út, hafa bökurnar frekar litlar og pínu aflangar.

Osturinn er gróft rifinn niður, hrærður saman við sýrða rjómann. Smakkað til með salti og pipar.

Sveppir sneiddir, mýktir á pönnu með smjöri og eiga að fá á sig gullinn blæ. Hálf sítróna kreist yfir á pönnuna, salt og pipar, ferskt timjan sem búið að rífa niður af greinunum.

Smá ólífuolíu er dreypt yfir botninn áður en sýrða-rjómakremið fer þar ofan á. Smurt á botninn, í nokkuð þykku lagi (5 mm) og ekki alveg út í kantana. Sveppunum er komið  fallega fyrir ofan á ostablöndunni og fersku timíani stráð yfir. Stungið í heitan ofn (220 gráður) og bakað þar til botninn er bakaður í gegn. Bakan er tekin úr ofninum og nokkrum dropum af balsamik-gljáa dreypt yfir að lokum. Borið fram. 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!