Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Sykurlaust kryddbrauð og kókostoppar
06. desember 2018

Sykurlaust kryddbrauð og kókostoppar

Kryddbrauð

3 egg

170 g rjómaostur frá Gott í matinn

120 g smjör

65 g möndlumjöl

15 g kókoshveiti

40 g Fiberhusk

60 g Sukrin Gold

2 tsk. vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)

2 msk. kanill

1/2 msk. negull

1/2 msk. engifer

(kanill, engifer, negull eftir smekk)

 

Bræddu smjöri og rjómaosti pískað vel saman í skál.

Í annarri skál er Sukrin Gold, stevíu og eggjum þeytt saman og svo bætt út í skálina með smjörinu og rjómaostinum.

Þurrefnum blandað saman og síðan blandað við restina.

Sett í brauðform og inn í 175 gráðu heitan ofn í 30-40 mínútur.

 

Kókostoppar um 10-12 stk.

60 g mjúkt smjör stofuhita

1 dl sukrin melis

1 egg

150 g kókosmjöl

 

Egg og sukrin melis þeytt vel saman í skál. 

Smjöri bætt við og þeytt vel saman við.

Kókosmjöl bætt við og varlega blandað með sleif.

Litlir toppar settir á bökunarpappír.

Topparnir bakaðir í 175 gráðu heitum ofni í um 12-14 mínútur.

Gott að láta þá kólna á smá eldhúspappír.

Síðan er mjög gott að bræða súkkulaði og setja á botninn eða toppinn á toppunum.

 

Kókostoppar með sítrónuberki og pistasíum 20 stk.

25 g brætt smjör

2 egg

120 g kókosmjöl

60 g Sukrin Melis

1 tsk. vanilludropar eða vanilla extract

Rifinn börkur af 1 sítrónu

Saxaðar pistasíur

Brætt súkkulaði

 

Þeytið eggjum, Sukrin Melis, vanilludropum og sítrónuberki vel saman.

Bætið við bræddu smjöri og kókosmjöli, blandið saman og látið standa í 10-15 mínútur.

Formið 20 litlar keilur og setjið á bökunarpappír.

Bakið á 175 gráðum í 8-10 mínútur eða þar til gyllt.

Skreytið með bræddu súkkulaði á enda eða toppinn og söxuðum pistasíum.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!