Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Sykurlausar karamellur
14. september 2018

Sykurlausar karamellur

Það var fátt betra í æsku en heimagerða karamellan hennar mömmu. Mjúk og einstaklega góð með ískaldri mjólk. Kósý kvöldin voru alltaf betri með karamellu. Það verður hins vegar smá erfitt að eiga kósý kvöld með karamellu þegar maður er búin að henda út sykrinum. En ég hef náð að útbúa nokkrar útgáfur sem mér finnst æðislegar. Bæði sem karamellubita og einmitt gamla góða karamellan hennar mömmu sem maður dýfði skeiðinni ofna í skálina og borðaði með bestu lyst.

Karamella með pistasíu:

90 g smjör

5 msk. sukrin gold

5 dl rjómi frá Gott í matinn

2 dl pistasíur

Allt nema hnetur sett í pott og látið malla á lægsta hita í um 30 mín. Passa að hræra ekki of mikið. Rétt að hræra á tíu mínútna fresti. Saxa niður hnetur og setja í blönduna þegar hún er orðin þykk. Hrært saman og sett í form og í frysti í nokkra klukkutíma. Skorið í bita og geymt í ísskáp.

 

Karamella með hnetusmjöri:

50 g smjör

1 dl rjómi frá Gott í matinn

1 msk. Sukrin gold

1 tsk. vanilludropar

1 msk. hnetusmjör


Smjör, rjómi, sukrin og vanilludropar sett í pott og hrært í.
Þegar suðan kemur upp þá er stillt á lágan hita og leyft að malla í um 20-30 mínútur. Hræra á 10 mínútna fresti. Alls ekki hræra of mikið því þá skilur blandan sig. Einnig þarf að passa að ekki brenni við.

Þegar blandan er orðin þykk og búin að malla á lágum hita í 20-30 mínútur er hnetusmjöri bætt út í. Við það þynnist blandan aðeins. Sett í sílíkon form (ég á sílíkon brauðform sem ég nota ) og inn í frysti í 3 klst. Þegar tekið er úr frysti er karamellan skorin niður í bita og geymd í ísskáp.

Hægt er að sleppa hnetusmjörinu og hafa karamelluna „hreina.”

Auðvelt er einnig að setja t.d. 1 msk. af kakói, piparmyntudropa eða jafnvel 1 tsk. af lakkrísdufti til að prófa sig áfram.

Mjúk karamella:

150 ml rjómi frá Gott í matinn

3 msk. Fibersirup Gold

2 msk. ósykrað kakó

Ögn af salti

 

Setjið rjóma, Fibersirup Gold og kakó í pott og látið koma upp suðu. 

Látið malla og hrærið reglulega í þar til karamellan er búin að sjóða niður og farin að þykkjast.

Bætið við smá salti.

Setjið í skál og látið kólna.

Eins er með þessa uppskrift, hægt að skipta út kakói fyrir hnetusmjöri eða lakkrísdufti. Einnig hentar þessi uppskrift til að setja ofan á kökur.

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!