Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Sykur- og hveitilaus lagkaka
01. desember 2015

Sykur- og hveitilaus lagkaka

Jólin á næsta leiti og aðventan byrjuð. Hversu yndislegt er það þegar aðventan byrjar með svona fallegu veðri eins og er á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þykkur snjór og fallegt veður. Hér á bæ er búið að skreyta allt og bara beðið eftir að öll fjölskyldan verði sameinuð eftir miðjan des til að setja upp jólatréð saman.

Það sem fylgir aðventunni er klárlega bakstur. Hér er uppskrift að sykur- og hveitislausri lagköku. Þegar ég hef gert þessa uppskrift fyrir börnin mín hefur hún ekki stoppað lengi á kökudiskinum.

Lagkaka

3 egg - aðskilja rauður og hvíturnar

100 g Gott í matinn rjómaostur til matargerðar

2 msk möndlumjöl

1 tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt lyftiduft

15 dropar kanil stevia (má sleppa)

salt klípa

30 g sukrin melis

2-3 msk brúnkökukrydd

 

Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt lyftidufti og salt klípu. Þeytið hitt hráefnið í annarri skál. Bragðið á til að finna hversu mikið brúnkökukrydd þið viljið. Bætið eggjahvítum varlega saman við seinni skálina. Dreifið á olíuborinn bökunarpappír eða smjörpappír sem fyllir heila ofnskúffu. Bakið við 175 gráður í 10-15 mínútur.

Krem:

100 g smjör

80 g sukrin melis

1 msk vanilluextract eða dropar

10 dropar vanillu stevia (má sleppa)

 

Þeytið smjörið ásamt örlítlu af sukrin melis. Bætið smátt og smátt meiru af sætu út í og síðast setjið þið vanilla extract eða vanilludropa í kremið.

 

Skerið deigið í sex jafnstóra bita. Smyrjið kremi á einn bitann, setjið síðan lag yfir og endurtakið þar til úr verður þrjár hæðir. Setjið kökurnar í álpappír og geymið í kæli.

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!