Hafdís Priscilla Magnúsdóttir
Sumarlegir eftirréttir
02. júní 2016

Sumarlegir eftirréttir

Sumarið er komið, svona á flestum landshlutum. Ég sjálf er enn að bíða en hef heyrt að það sé bara rétt ókomið hingað til mín ;) Þegar hlýna fer í lofti og stjörnur og myrkur er eitthvað sem tilheyrir ekki daglegu lífi manns er gott að fá sér eftirrétti sem gefur sumarlegt bragð á tungubroddinn J

Súkkulaði avocado búðingur fyrir tvo

1 avókadó
15 g ósykrað kakó
20 g sukrin melis flórsykur (má sleppa)
80 ml rjómi
1 tsk vanillu extract

Meðlæti:
Jarðarber

Skerið avocado í litla bita. Setjið hráefnið í blandara og blandið þar til verður mjúkt. Einnig hægt að nota töfrasprota. Setjið í skálar og skreytið með ferskum berjum. Gott að bera fram með þeyttum rjóma.

 

Vanillu rúlluterta

 

3 egg, aðskilja eggjahvítur og rauður

100 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn

2 msk sýrður rjómi 36%

1 tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt

1,5 stk vanillustöng

10 dropar vanillustevía

30 g sukrin melis

 

Stífþeytið eggjahvítur með lyftiduftinu og setjið til hliðar.

Rjómaostur, eggjarauður, sýrður rjómi, sukrin melis, stevía og fræ úr vanillustöng þeytt vel saman.

Bætið eggjahvítum við með sleif og blandið vel en varlega.

 

Notið smjörpappír eða bökunarpappír sem búið er að smyrja með olíu (ég notaði avocado olíu) og fyllir heila ofnskúffu. Dreifið yfir pappírinn sukrin og setjið svo deigið.

Bakið við 175 gráður í um 9-12 mínútur eða þar til gyllt.

 

Krem

50 g rjómaostur

1 bolli frosin hindber

40 g sukrin melis

10 dropar hindberja stevía (má sleppa)

150 ml rjómi

 

Þeytið saman rjómaost, sukrin melis og stevíu.

Maukið berin þegar þau eru hálfþiðnuð eða alveg þiðin og sigtið fræin frá. Bætið þeim í skálina og þeytið saman. Í lokin er rjóma bætt út í óþeyttum og þeytið þar til kremið verður stíft.

Dreifið kreminu á tertubotninn þegar hann er orðinn kaldur og rúllið honum upp. Gott er að nota pappírinn til að hjálpa sér að rúlla upp.

Stráið sukrin yfir tertuna.

 

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!